Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.2021, Side 11

Muninn - 01.04.2021, Side 11
Elsku bestu menntskælingar. Berglind gjaldkeri Hugins hér. Þetta ávarp er ekki þekkt fyrir að vera mest lesna ávarp Muninn blaðanna í gegnum árin, en þetta getur þó verið áhugavert. Þá er ég samt ekki að segja að þetta ár sé neitt sérlega áhugavert. Í byrjun hvers skólaárs koma gjaldkeri og formaður Hugins saman á fund og gera fjárhagsáætlun. Oftast er miðað við gamlar fjárhagsáætlanir og það var nákvæmlega það sem ég og Ína gerðum saman. Við náðum að áætla mun minni pening í til dæmis heimasíðuna þar sem við gerðum hana upp og spöruðum með því tæpar 100.000 kr. Annars var mest allt í þessari fjárhagsáætlun mjög svipað og hjá forverum mínum. Eins og allir vita þá var þetta ekki hefðbundið ár og fengum við í Huginn ekki að halda okkar stærstu viðburði. Með því stóðum við mjög vel peningalega séð, sem er samt sorglegt því ég hefði alveg viljað eyða þessum peningum í ykkur. Við fengum þó að halda söngkeppni. Hún var haldin í Kvosinni og enduðum við í -300.000 kr eftir hana. Sem er gott þar sem náðum einungis tekjum út úr styrkjum en ekkert úr miðasölu eins og öll önnur ár. En að lokum vil ég segja hvað ég er þakklát fyrir fólkið í fyrra sem treysti mér fyrir þessari ábyrgðarfullu stöðu. Ég hef lært svo mikið á því að gegna þessari stöðu. Síðast en ekki síst vil ég þakka ykkur öllum sem tóku þátt í öllum viðburðunum okkar það stóðu sig allir svo vel. Quaestor scholaris 2020-2021 Berglind Halla ÁVARP QUESTOR SCHOLAE HUGINNMA.IS KVÖLDVÖKUR ÁRSHÁTÍÐ HÚSALEIGA ÝMIS KOSTNAÐUR GETTU BETUR MORFÍS GLEÐIDAGUR SÖNGKEPPNI STYRKIR TIL UNDIRFÉLAGA 9

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.