Muninn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Muninn - 01.04.2021, Qupperneq 29

Muninn - 01.04.2021, Qupperneq 29
Honorable mentions fá svo AC/DC, Guns n´ Roses og Queen, þau voru nálægt því að komast á lista en harðstýrurnar/stjórarnir í Muninn vildu hafa þetta stutt og laggott. Lag sem þú hélst upp á í menntaskóla: Vængjalaus – Sálin hans Jóns míns. Held enn mikið upp á það. Stórkostleg stemning sem myndaðist í Sjallanum þegar heitasta ballhljómsveit síðustu aldar mætti norður. Fallegasta lagið: Morgunstemning – Edvard Grieg. Þetta er fallegt lag frá upphafi til enda, mikil bjartsýni, fegurð og gleði sem fylgir þessu lagi. Lag sem þú kannt utan að: Hmm… ég kann í mesta lagi svona 70-80% af textum utan að, fylli svo bara inn í eyðurnar með það sem hljómar sennilegast. Ég kann reyndar Hesta Jóa. Eyrún Huld Uppáhaldslag Ég er kannski ekki alveg hlutlaus en uppáhalds íslenska lagið mitt þessa dagana heitir Áfram og upp á við með Magna Ásgeirssyni. Kraftmikið og rokkað lag, svakalegur söngur, þéttar bakraddir og geggjaðar trommur. Textinn eftir Sævar Sigurgeirsson MA-stúdent er ekki bara flottur heldur líka heillandi og hvetjandi. Boðskapurinn á vel við í dag „„áfram og upp á við“ er eina leiðin, lægðin hverfur, það vorar og birtir og allt verður gott. Myndbandið við lagið er listaverk og má finna á YouTube, en það prýða myndir frá einum fegursta stað landsins. Munið bara að hækka vel í græjunum þegar er hlustað! Lag sem þú hélst upp á í menntaskóla Menntaskólaárin snérust um vini, djamm og skóla…og svo kannski aðeins meira djamm. Partý og sveitaböll voru hverja helgi og því má segja að íslensk sveitaballatónlist sé mitt menntaskólalag. Við gengum meira að segja svo langt að fara norður í land á nokkur Ýdalaböll með Sssól og Sálinni alla leið frá Egilsstöðum. Þetta var gríðarlegur metnaður! En ef ég á að velja bara eitt lag þá er það Friður með Sóldögg. það er eitthvað svo ótrúlega töff við lagið og ég fæ alltaf nostalgíukast þegar ég heyri það. Sóldögg spilaði á busaballi ME í Valaskjálf þegar ég var busi…sælla minninga! Fallegasta lagið Hér verður fyrir valinu Heyr himna smiður. Lagið er eftir Þorkel Sigurbjörnsson en textinn er ævafornt kvæði eftir Kolbein Tumason. Sagan segir að hann hafi ort það á dánarbeði sínu eftir Víðinesbardaga árið 1208. Það er ótrúlega magnað að átta hundruð ára gamalt íslenskt kvæði skuli enn lifa góðu lífi, það segir sitt um gæði lags og texta. Mín uppáhalds útgáfa er með færeysku söngdrottningunni Eivöru Pálsdóttur, hennar flutningur er himneskur. Seiðandi röddin, fallegu orðin og hin einlæga trú og von, einstaklega töfrandi! Lestarstöðvarútgáfa Árstíða er líka vinsæl en þeirra flutningur nálgast nú átta milljón áhorf á YouTube. Lagið var líka spilað í einum af mínum uppáhaldssjónvarsþáttum, Handmaid´s tail. Lag sem þú kannt utan að Það má segja að yngsti guttinn á heimilinu búi þessa dagana í Hálsaskógi með dýrunum og því vel ég vögguvísu Lilla klifurmúsar. Vísan er úr hinu sígilda ævintýri Thorbjörns Egner, í framúrskarandi þýðingu Kristjáns frá Djúpalæk. Dvel ég í draumahöll er undurfalleg vísa sem allir þekkja og elska. Hún minnir á einfaldleikann, barnæskuna og sakleysið, meira að segja Mikki refur sefur vært með ,,skottið undir vanga“. Vísan var sungin við skírn barnanna minna og þess vegna þykir mér líka ofurvænt um hana. Örn Þór Það er alveg sjálfsagt að verða við ósk ykkar að velja nokkur lög sem ég hef haft miklar mætur á í gegnum tíðina. Valið er þó erfitt því að úr mörgu er að velja og einn daginn manstu betur eftir einu lagi en svo öðru næsta dag. En hér er þau lög sem ég hef valið. Uppáhaldslag: Paranoid/Android - Platan OK Computer sem kom út 2001 Reckoner - Platan Rainbow sem kom út 2008. Hér koma margir til greina. Lög með Beatles, Rolling Stones, Kinks, Cream,Bob Dylan….En ég ætla að velja lög sem hef hlustað nokkuð mikið á síðustu ár með Radiohead: Paranoid- Android og einnig lagið Reckoner með sömu hljómsveit. Það þarf að hlusta á þessi lög í nokkurn tíma til að meta þau. 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.