Mosfellingur - 12.01.2023, Blaðsíða 2
Í þá gömlu góðu...
Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is)
Héðan og þaðan
SAFNAKIRKJAN Í ÁRBÆJARSAFNI
MOSFELLINGUR
www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is
Næsti MosfelliNgur keMur út 9. febrúar
Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is
Ritstjórn:
Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is
Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is
Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is
Prentun: Landsprent. Upplag: 5.000 eintök. Dreifing: Afturelding.
Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf.
Próförk: Ingibjörg Valsdóttir ISSN 2547-8265
Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is
og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar
skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.
Mosfellingur kemur út mánaðarlega.
Halla Karen er Mosfellingur ársins
2022. Þetta er í 18. sinn sem
valið fer fram á vegum bæjarblaðs-
ins. Halla Karen hefur hvatt Mosfell-
inga til hreyfingar og
heilbrigðari lífsstíls
í áraraðir. Fyrir það
eitt og sér hefur hún
fengið fjölda tilnefn-
inga. Á árinu 2022
bætti hún um
betur og endur-
reisti eitt stykki
stjórnmálaflokk.
Undir hennar
forystu fór
Framsókn úr
því að vera minnsti flokkurinn í
Mosfellsbæ í það að vera sá stærsti.
Með því umturnaðist hið pólitíska
landslag í Mosó. Þessi jákvæða og
öfluga kona á þessa viðurkenningu
svo sannarlega skilið. Til hamingju!
Framvegis mun bæjarblaðið
Mosfellingur koma út mánaðar-
lega. Næsta blað kemur út fimmtu-
daginn 9. febrúar. Þannig ætlum
við að sníða okkur stakk eftir vexti
(miklum hækkunum). Útgáfan ber
sig eingöngu af auglýsingatekjum en
með traustum fyrirtækjum ætlum við
að halda áfram að flytja jákvæðar og
skemmtilegar fréttir úr heimbyggð.
Breytt landslag
Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings
www.isfugl.is
6 - Fréttir úr bæjarlífinu2
Kirkjan var upphaflega byggð á Silfrastöðum í Skagafirði
1842 en tekin niður 1896 þegar byggð var ný kirkja á
staðnum. Viðir gömlu kirkjunnar voru fyrst notaðir
í baðstofu en síðar var hún endurbyggð og stækkuð
nokkuð á Árbæjarsafni á árunum 1959-1961.
Árbær var í Mosfellshreppi fram á tuttugustu öldina
en kirkjusóknarmörkin héldust óbreytt til ársins 1971.
Séra Bjarni Sigurðsson sóknarprestur á Mosfelli var því
prestur Safnakirkjunnar í Árbæ á fyrstu árum hennar.
Heimild: Kirkjur Íslands.
Séra Bjarni Sigurðsson á Mosfelli þjónaði Árbæjarhverfi frá 1954
til 1971. Myndin er frá fermingarathöfn í kirkjunni. SAFNAKIRKJAN OG KLUKKUPORTIÐ Í ÁRBÆ