Mosfellingur - 12.01.2023, Blaðsíða 25

Mosfellingur - 12.01.2023, Blaðsíða 25
Kynning á íþróttafólki sem tilnefnt er og afrekum þess á árinu Kosning fer fram á mos.is Átta konur og tíu karlar hafa verið tilnefnd af íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2022. Eins og áður gefst bæjarbúum kostur á, ásamt íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar, að kjósa íþróttafólk ársins. Netkosning stendur yfir frá 12. janúar til og með 16. janúar 2023. Velja skal í 1., 2. og 3. sæti í kvenna- og karlaflokki. Kosningin er ekki gild nema valið sé í öll þrjú sætin. ÍTM mun síðan velja milli þeirra sem tilnefnd eru og styðjast við niðurstöðu vefkosningarinnar. Tilkynnt verður um valið þann 19. janúar. Hafþór hefur verið virkur í mótum á árinu og náð frábærum árangri bæði persónulega og með liði sínu ÍR-PLS. Hafþór varð á árinu Íslandsmeistari einstaklinga, Reykjavíkurmeistari og lenti í 2. sæti á Reykjavík International Games. Í deildinni átti Hafþór hæsta leikinn í karlaflokki með 290 pinna, hann átti hæsta meðaltal 219,33 ásamt því að vera fellukóngur með að meðaltali 6,64 fellur í leik. ÍR-PLS urðu bikar- og deildar- meistarar með hæsta meðaltal í deildinni ásamt því að hljóta stjörnuskjöldinn Hafþór Harðarson keila Wiktor er aðeins 17 ára að aldri en er þegar með- al sterkustu keppenda Íslands í báðum greinum Taekwondo, poomsae (formum) og sparring (bar- daga) en hann er í landsliðinu í bardaga. Það er sjaldgæft að keppendur komnir í unglingaflokk í taekwondo séu jafn framarlega í báðum hlutum íþróttarinnar, bardaga og poomsae, en Wiktor er einn þeirra hæfileikaríku einstaklinga sem hefur afrekað það. Wiktor tók þátt á Norðurlandamóti í sumar en komst ekki á pall þótt hann hafi staðið sig mjög vel. Hann er jafnframt margfaldur Íslands- og bikarmeistari í báðum greinum taekwondo. Wiktor var nýlega valinn taekwondomaður Aftureldingar 2022. Wiktor Sobczynski taekwondo Emil Þór keppir í akstri í rallycrossi á vegum AÍH og Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar. Emil varð Íslandsmeistari annað árið í röð, á þessu ári í flokki 1400 cc bíla en í flokki unglinga í fyrra. Íslandsmeistaramótaröðin taldi 4 keppnir og vann hann þær allar með yfirburðum. Hver keppni er fjórar lotur og af 16 lotum sumarsins varð hann 15 sinnum í 1. sæti. Hann varð einnig bikarmeistari í sínum flokki, 1400 cc vélarstærð, í 2ja daga bikarmóti í haust, og vann hann þar 7 af 8 lotum. Í öllum keppnum ársins hefur hann verið með bestu brautartímana í tímatökum í sínum flokki. Emil er frábær fyrirmynd, bæði inni á braut sem utan brautar. Emil Þór Reynisson rallycross Sebastían bjó í Mosfellsbæ og stundaði íþróttir, þar á meðal blak, sem barn í Aftureldingu. Hann kom aftur til félagsins þegar karlalið Aftureldingar fór að spila í úrvalsdeild og hefur verið lykilmaður, auk þess sem hann hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin ár. Sebastían er ákaflega hollur sínu félagi og er alltaf hægt að treyst á hann. Á síðasta leikári náði hann þeim árangri að vera valinn í æfingahóp A-landsliðs karla. Sebastían er einstaklega geðgóður maður og hefur lagt mikið á sig fyrir íþrótt sína samhliða námi sínu og vinnu. Sebastían Sævarsson Meyer blak

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.