Mosfellingur - 12.01.2023, Blaðsíða 10
- Fréttir úr bæjarlífinu10
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Á aðventunni var haldin jólasamvera fyrir
íbúa og aðstandendur þeirra á hjúkrun-
arsambýlinu Hlein, sem staðsett er við
Reykjalund. Þetta var skemmtilegt og vel
heppnað kvöld í alla staði.
Ellý Björnsdóttir matráður Hleinar
töfraði fram frábærar veitingar, Oddný
Þórarinsdóttir og Hekla Karen Alexanders-
dóttir, starfsmenn Hleinar, spiluðu jólatón-
list og haldið var jólabingó með frábærum
vinningum.
Það var virklega gaman hversu margir
sáu sér fært að mæta og glatt var á hjalla.
Þetta er sannarlega samvera sem skilur
mikið eftir sig. Starfsfólk og íbúar Hleinar
halda glöð inn í nýja árið.
Líf og fjör á jólabingói Hleinar
Gönguskíðaæði á Hafravatni
Gönguskíðabraut var troðin á Hafravatni
þann 5. janúar og hefur notið gríðarlegra
vinsælda. Mosfellingurinn Magne Kvam
á heiðurinn af framtakinu og heldur úti
einkaframtakinu Sporinu.
Hægt er að fylgjast með ævintýrunum þar
á Facebook og Instagram.
Magne er einlægur áhugamaður um að-
gengilega útivist allt árið um kring. Vegna
fjölda fyrirspurna úr heimbænum ákvað
Sporið að gefa Mosfellingum tvöfalt skíða-
spor á Hafravatni. Sporið hentar vel fyrir
byrjendur og er tæpir 5 km.
Talið er að mörg hundruð manns hafi
nýtt sér þetta framtak strax fyrsta daginn
og greinilegt að möguleikar til útivistar á
Hafravatni eru miklir. Eitthvað hefur vind-
ur og hláka komist í sporið síðustu daga en
spáð er frosti næstu vikuna.
Hjónin Magne Kvam og Ásta Briem reka
einnig fyrirtækið Icebike Adventures.
vinsæll hringur
í vetrarríki
Draumur lifnar við. Hvað átti síðan að taka
við? Spyrja Myrkrahöfðingjarnir í Myrkva
með glænýju lagi í upphafi nýs árs.
Myrkvi var áður einstaklingsverkefni
Magnúsar Thorlacius en hann hefur nú
fengið til liðs við sig Ingva Rafn Garðarsson
Holm félaga sinn úr tríóinu Vio.
Draumabyrjun er fyrsta lagið sem þeir
senda frá sér saman undir Myrkva-nafn-
inu en það fjallar einmitt um upphafið á
tónlistarferli þeirra.
Lagið er aðgengilegt á Spotify og Youtube
en Myrkvi heldur tónleika á KEX Hostel
þann 4. febrúar.
Ingvi Rafn til liðs við Magnús Thorlacius • Draumabyrjun
Myrkvi með Drauma-
byrjun - nýtt lag
myrkvi