Mosfellingur - 22.08.2023, Síða 14

Mosfellingur - 22.08.2023, Síða 14
 - Frítt, frjáls og óháð bæjarblað14 Skráning: 18. ágúst - 3. september á slóðinni www.fa.is/fjarnám Önnin hefst 6. september Nýlega fór fram fjölmennur stofnfundur Hollvinasamtaka Hleinar. Tilgangur félagsins er að styðja við þá starfsemi sem fram fer á vegum Hleinar í samráði við starfsfólk og yfirstjórn Hleinar. Tekjustofn félagsins eru árgjöld og aðrar tekjur sem félagið kann að afla. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að styðja við bakið á starfseminni á Hlein, meðal annars með viðburðahaldi fyrir íbúa og gjöfum og öðrum stuðningi við starfsemi Hleinar. Í stjórn voru kosin Stefán Yngvason sem formaður, Halldóra Vífilsdóttir sem verður gjaldkeri og Kristjana Knudsen sem verður ritari stjórnar. Varamaður stjórnar var kjör- in Jóhanna A. Jónsdóttir. Hlein er hjúkrunarsambýli sem staðsett er við Reykjalund. Hlein er heimili fyrir ein- staklinga sem hafa flóknar þjónustuþarfir, bæði andlega og líkamlega. Íbúar Hleinar hafa hlotið varanlegan skaða af völdum sjúkdóma eða slysa sem leitt hafa til veru- legrar skerðingar á hæfni þeirra til að sinna daglegum þörfum. Um sjö íbúa er að ræða sem eru háðir aðstoð allan sólarhringinn. Hlein er starfrækt á vegum SÍBS í miklu samstarfi við Reykjalund og var byggt á árunum 1990-1992, að stórum hluta fyrir söfnunarfé sem Lions-hreyfingin aflaði með sölu á Rauðu fjöðrinni. Öllum er velkomið að gerast félagar í Holl- vinasamtökunum og er árgjald 5.000 kr. Hollvinasamtökin eru á Facebook. Glæsilegur stofnfundur Hollvinasamtaka Hleinar að loknum stofnfundi í blíðskapar veðri

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.