Mosfellingur - 22.08.2023, Blaðsíða 54
- Íþróttir54
j a ko s p o r t ( N a m o e h f ) - k r ó k h á l s 5 f - 1 1 0 á r b æ r Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is
AftureldingAr
vörurnAr
fást hjá okkur sport íslandi
Kvenna- og karlasveit Golfklúbbs Mosfells-
bæjar tóku þátt í Íslandsmóti golfklúbba
fyrr í ágúst, liðin stóðu sig stórkostlega og
urðu bæði Íslandsmeistarar.
Kvennasveitin spilaði í Leirunni hjá
Golfklúbbi Suðurnesja og lék til úrslita við
Golfklúbb Reykjavíkur sem þær sigruðu.
Karlasveitin spilaði á Jaðri hjá Golfklúbbi
Akureyrar og lék til úrslita við heimamenn í
GA og réðust úrslitin í bráðabana.
Þann 6. júlí var Borðtennis-
félag Mosfellsbæjar stofn-
að.
Tilgangur félagsins er
að bjóða Mosfellingum,
ungum sem öldnum, upp á
reglulegar æfingar. Æfing-
arnar verða til að byrja með
í Lágafellsskóla (matsal) á
þriðjudögum og fimmtu-
dögum. Fyrsta æfing verður
24. ágúst kl. 17:30 í sam-
vinnu við bæjarhátíðina.
Þar býðst öllum að prufa og
einhverjir fá gefins spaða.
Aðalþjálfari BM er Mattia
Luigi landsliðsþjálfari.
Í stjórn félagsins eru Júlíus Finnbogason formaður, meðstjórnendur eru Sverrir Þorleifs-
son og Gunnar Már Steinarsson og varamaður Valdimar Leó Friðriksson.
Blakdeild Aftureldingar býður upp á æf-
ingar fyrir krakka og unglinga í vetur eins
og undanfarin ár. Gífurleg spenna er fyrir
komandi tímabili hjá meistaraflokkunum í
vetur og stefna bæði lið á að berjast um alla
titla sem í boði eru.
Þjálfarar yngri flokka í vetur verða þau
Þóra með U10, Hafsteinn með U12 og
U14/16 kvk, Atli með U-lið KVK og Matias
með U16/18 kk. Yfirþjálfari yngriflokka er
svo hún Valal og aðalþjálfari meistaraflokk-
ana er svo Borja eins og undanfarin ár.
Æfingar í vetur fara að mestu fram að
Varmá en þó eru yngstu krakkarnir hjá
Þóru í U10 í Lágafelli og U12 krakkarnir hjá
Hafsteini í Lágafelli aðra æfingu vikunnar.
Allir nýjir iðkendur geta komið og próf-
að að æfa blak út september. Hægt að hafa
samband á burblak@afturelding.is fyrir
allar upplýsingar.
GM sigraði bæði í kvenna- og karlaflokki á Íslandsmótinu
Íslandsmeistarar
golfklúbba
kvennasveit gm
karlasveit gm
blak tímabilið að hefjast
Opið hús í Lágafellsskóla á fimmtudaginn fyrir bæjarhátíð
borðtennisfélag
mosfellsbæjar stofnað
gunnar már, júlíus, sverrir og valdimar leó
Hestafélagið Hörður átti tvo knapa í landsliði
Íslands á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins
sem fram fór í Hollandi dagana 6.-14. ágúst.
Það eru þau Benedikt Ólafsson og Aðalheið-
ur Anna Guðjónsdóttir.
Benedikt varð heimsmeistari í gæðingaskeiði
og samanlögðum fimmgangsgreinum í ung-
mennaflokki. „Tilfinninginn er frábær og ekki
hægt að lýsa þessu, ég bjóst ekki við þessum
frábæra árangri. Ég fæ mikinn stuðning frá
mínu teymi og hefði ekki getað þetta án þeirra.
Þetta er vinna og maður má aldrei gefast upp,“
sagði Benedikt við Eiðfaxa eftir verðlaunaaf-
hendinguna.
Aðalheiður Anna sótti titil sem knapi á kyn-
bótahrossi á mótinu sem er frábær árangur,
hún er reyndur knapi í þessu flokki en þetta
er í fyrsta skipti sem Aðalheiður Anna sýnir
kynbótahross á heimsmeistaramóti.
frábær árangur á heimsmeistaramóti
Benedikt
ólafsson
aðalheiður anna