Muninn - 01.04.2023, Side 35
Us>
En hvað nú? Inspector Scholae og Jón Már skólameistari neita
tilvist félagsins og segja þeir það tilbúning, ásamt þess,
leggja þeir stuld skólabjöllunnar í efa! Var henni stolið?
Ef svo er hvar leynast sönnunargögnin? Aðrir trúa skólann
vinna hörðum höndum að því að leyna sannleikanum frá
nemendum, hefur hann jafnvel gengið svo langt að láta slípa
bjölluna á ný. En viti menn, myndir eru fundnar af
bjöllunni, fyrir slípun hennar. Er það satt, getur það
verið? Skýrt sést í hana grafið. Hvers vegna eru tilraunir
til að þagga niður í orðrómum um tilvist félagsins, þvílíkt
margar, endalausar? Og snúum okkur nú að stærstu
spurningunni sem reikar í loftinu... hvers vegna 7?
7 er heilög tala. Hvíldardagurinn er sjöundi dagurinn í
vikunni og táknar talan fullkomleika og nýtt upphaf. Vert er
að taka það fram að Jón Már er einnig sjöundi skólameistari
Menntaskólans, og getur það því verið að félagið sé að lýsa
yfir stuðningi við Jón Má. En nú, ástkæri nemandi, er komið
að lokum pistils þess sem þú hefur lesið. Til hamingju, nú
veist þú allt sem vita þarf um Verndara Hefðanna. Og hver
veit, ætli félagið lifi enn meðal okkar, án okkar vitundar?
Ef svo er, hvað ætli þau geri næst? Efinn mikill ríkir, en
verið óhrædd um framhaldið,
betta sem gud hefur skeupxð er mjr fayur\