Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.2023, Side 74

Muninn - 01.04.2023, Side 74
a er (íkf gþví Hvað gerir góða kennslustund? Eins og við öll vitum þá er félagslífið einn helsti áherslupunktur MA og þ' einkennist góð kennslustund af því að þú megir hafa samskipti við bekkjarfélaga þína. Svo skiptir góður kennari auðvitað miklu Hvað gerir góðan kennara? Sá sem leggur sig allan fram við að kenna viðfangsefnin á þann hátt sem skilar sér best til nemenda. Það er frábært þegar hann nær að teygja efnið umfram námsbókina og tengja við daglegt líf. Ætti menntaskólinn að vera 3 eða 4 ár? 4 ár!!! Ég held að lang flestir nemendur og kennarar séu á sama máli. Sú ákvörðun að hafa hann bara 3 ár hefur áhrif t.d á gæði námsins og námsálag og svo auðvitað félagslífið svo eitthvað sé nefnt. Ef þú gætir fengið hvaða manneskju sem er til að kenna einn tíma hver yrði fyrir valinu? Aristóteles - heimspeki Hvaða áfangi ætti að vera skylduáfangi fyrir alla? Fjármálalæsi fyrir allar brautir Hvað gerir góða kennslustund? Góður bekkjarandi finnst mér vera lykilatriði. Þegar kennari og nemendur ná vel saman er líka stór plús. Hvað gerir góðan kennara? Kennari sem raunverulega vill að maður skilji efnið og leggur sig fram við það. Kennari sem er léttur og skemmtilegur er stór Ætti menntaskólinn að vera 3 eða .? 4 arr Alltaf fjögur ár. Mér finnst ég vera nýbyrjuð hér og korter í að ég klári. Ég vil dreifa þessu á fjögur á svo ég gæti notið betur og náð andanum smá. Ef þú gætir breytt einhverju í skólanum sem myndi bæta námið fyrir nemendur, hvað væri það? Nú erum við í 2. bekk á Raungreina- og tæknibraut í smá tilraunaverkefni. Við erum með vinnustundir í töflu þannig þá getum við ákveðið sjálf hvernig við nýtum tímann okkar. Engin formleg kennsla. Mæli með því. Hvaða áfangi ætti að vera skylduáfangi fyrir alla? Fjármálalæsi og hugleiðsla, Hvað gerir góða kennslustund? Það sem gerir góða kennslustund er ef hún fellur niður. Hvað gerir góðan kennara? Það sem gerir góðann kennara er ef að hann heldur athygli manns og gerir námið fræðandi og skemmtilegt, eða bara að hann er mikið heima með veikt barn. Ef þú gætir breytt einhverju í skólanum sem myndi bæta námið fyrir nemendur, hvað væri það? Mér finnst að við ættum að hafa einn til tvo slökunartíma á viku, þar sem að við förum í fjósið eða í einhverja stofu og slökum á. Ef þú gætir fengið hvaða manneskju sem er til að kenna einn tíma hver yrði fyrir valinu? Ég væri til í að fá Bob Ross til að kenna myndlist. Hvaða áfangi ætti að vera skylduáfangi fyrir alla nemendur? Skylduáfanginn ætti að vera "survival" áfangi, þar sem að við lærum að lifa af í náttúrunni. Á , ) væri eitthvað.

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.