Muninn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Muninn - 01.04.2023, Qupperneq 75

Muninn - 01.04.2023, Qupperneq 75
Kolbrún Ýrr Bjamadóttir - íslenskukennari Hvað gerir góða kennslustund? Jákvæðni, víðsýni og forvitni. Hvað gerir góðan kennara? Þolinmæði, hjartahlýja, metnaður og trú á nemendur. Ætti menntaskólinn að vera 3 eða 4 ár? Það ætti að vera (og getur verið) val hvers og eins en ég sakna fjórða bekkjar og fmnst nemendur almennt betur undirbúnir fyrir lífið eftir fjögur ár og að þeir fái að njóta sín betur í skólanum undir minna álagi með þeim hætti. Ef þú gætir, hverju myndir þú breyta í tengslum við skólann sem myndi bæta námið fyrir nemendur? Ég myndi vilja sjá fallegri rými, fleiri hópvinnurými og meiri samvinnu á milli ólíkra námsgreina sem myndi fækka skilaverkefnum. Ef þú gætir fengið hvaða manneskju sem er til að kenna einn tima hver yrði fyrir valinu? Ég myndi fá Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, baráttukonu, til að kenna um jafnrétti kynjanna. Ef þið þekkið ekki nafnið er skylda að gúggla hana og fræðast. Hvaða áfangi ætti að vera skylduáfangi fyrir alla? Kynfræðsla þar sem umræðan í samfélaginu hefur opnast verulega um mörk í samskiptum, kynferðislegt ofbeldi, kynheilbrigði og kynlíf almennt. Hvað gerir þú í frítímanum þínum? Tek ljósmyndir, rækta grænmeti, les bækur, hreyfi mig, sæki í náttúruna, fer á listasöfn, skapa minningar með mínu besta fólki, ferðast og leita að ævintýrum. Valdís Björk Þorsteinsdóttir - stærdfræðikennari Hvað gerir góðan kennara? Góður kennari þarf að hafa áhuga á námsefninu, ef áhugi kennarans er ekki til staðar þá er útilokað að kveikja áhuga hjá nemendunum. Hann þarf líka að hafa færni í samskiptum og geta nálgast nemendur með ólíka persónuleika og ólíka námsgetu. Ætti menntaskólinn að vera 3 eða 4 ár? Ég er á því að námstími til stúdentsprófs hefði átt að vera áfram 4 ár. Ég get ekki séð út frá opinberum tölum að tíminn sem tekur að ljúka fyrstu háskólagráðu hafi styst, því að stúdentar eru mun líklegri núna til að taka sér hlé frá námi, frekar en að halda beint áfram í háskólanám. Ef þú gætir fengið hvaða manneskju sem er til að kenna einn tíma hver yrði fyrir valinu? Ég velti fyrir mér flottum mönnum eins og Brian Cox (stjörnufræði), Richard Feynman (eðlisfræði), eða Grant Sanderson (stæiðfræði). En ég hugsa að ég myndi helst af öllum vilja fá Hypatíu til að kenna tíma um rúmfræði eða stjömufræði. Hún var stærðfræðingur og kennari sem var uppi í Alexandríu á 4. öld og var talin snillingur í öllum greinum. Hvaða áfangi ætti að vera skylduáfangi fyrir alla? Helst einhverskonar blöndu af vísindalæsi og markaðslæsi, þannig að fólk hafi lágmarks bakgrunnsþekkingu til að geta greint á milli vísinda og gervivísinda og þekki trixin hjá markaðsfræðingum til að nota gervivísindi til að selja þeim bull. Viti t.d. hvað liggur að baki lyfjarannsóknum, af hverju markaðsorð eins og „náttúrulegt" og „ofurfæða" segja ekki neitt og hvers vegna nálastunga, hómópatía og slíkt hefur engin áhrif önnur en að létta pyngjuna. Hvað gerir þú í frítímanum þínum? Þegar ég get þá spila ég D&D og stundum tölvuleiki. Eyði kjánalega miklum tíma í Pokémon GO. Svo er það bara að njóta með krökkunum mínum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.