Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.2023, Side 80

Muninn - 01.04.2023, Side 80
MINNI MENNTSKÆLINGA Gott kvöld allt þið yndislega fólk sem hafið safnast saman hér í þessari ógeðslega fallegu íþróttahöll. Þröstur heiti ég og ætla að flytja hér fyrir ykkur smá ræðu. Og eins og þið vitið öll að þegar maður fer með svona ræður er allskonar svona dót sem maður þarf að segja eins og, það er mér ótrúlega mikill heiður að fá að flytja minni menntskælings og svo eru víst líka eitthvað svona skilyrði að tala eitthvað um mistök held ég og svo líka náttúrulega að nefna covid og eitthvað svona ves. En ég ætla bara ekkert að gera það ég ætla frekar að nýta mér þetta platform til að tala um stóru og merkilegu hlutina og það er að sjálfsögðu KungfupandMA. Nei nei ég er nú bara aðeins að gantast og nú fyrst allt grín og glens er búið þá verður þetta bara sjúklega leiðinleg ræða full af klisjum sem við höfum öll heyrt áður. Það er reyndar ákveðinn bónus að vera af Covid kynslóðinni núna vegna þess að þið hafið bara heyrt þessar klisjur einu sinni áður. En málið er að klisjur eru bara klisjur því þær eru þess virði að nefna oft og mörgum sinnum. Þegar ég kom fyrst inn í MA inn um Gamla skóla innganginn., því ég mátti náttúrulega ekki hitta neinn nema bekkinn minn, get ég ekki lýst blöndunni af hræðslu og spenningi sem ég fann. Þessi hræðsla og spenningur er eitthvað sem hefur ekki horfið ennþá og fyrir það er ég ævinlega þakklátur. Ég er í raun svo þakklátur fyrir það að meira að segja eftir 3 ár að þetta er ennþá það gaman, spennandi og krefjandi að ég finn þessar tilfinningar alltaf þegar ég labba inn í skólann. Ég kom svo sem ekki inn í skólann með neinar sjúkar væntingar nema að sjálfsögðu þær sem hún mamma setti í mig, endalaust talandi um að þetta væru bestu ár lífs hennar og hvað þetta væri ógleymanlegt, sem ég veit ekki alveg hvort er gaman að heyra frá mömmu sinni vegna þess að ég kom nokkrum árum seinna, en þó get ég ekki verið henni mjög reiður því það stefnir allt í að þetta sé bara rétt hjá henni. Ég eins og svo margir aðrir valdi MA með félagslífið mikið í huga Cen þó væri ég að ljúga ef ég segði að þessi glænýja og spennandi braut sem ég er á hafi ekki kitlað svolítið líka). En aftur að félagslífinu því að Birgir bannaði mér að hafa þetta fyrirlestur um leiktækni Michael Chekhov. Já félagslífið í MA er svo stórt og mikið að ég vissi eiginlega ekki hvar ég átti að byrja og endaði það þannig að LMA varð fyrir valinu og ég er því ævinlega þakklátur. LMA er nefnilega alveg stórkostlegt fyrirbæri, og ég var svo lánsamur að fá þau forréttindi að taka þátt í því öll mín 3 ár hér í skólanum. En það var að sjálfsögðu ekki nóg fyrir vitleysinginn mig og ég ákvað að fara yfir um á seinasta ári þar tók ég víst þátt í einhverri keppni sem heitir MORFÍs og þrátt fyrir að ég hafi bölvað því þegar ég var á 4 svefnlausu nóttinni minni í MORFÍs viku að reyna að færa rök fyrir því að sameinuðu þjóðirnar séu ekki að bregðast hlutverki sínu þá er þetta samt bara svo ótrúlega gaman að það varð þess virði. Svo kom og fór einhver söngkeppni og svo náttúrulega árshátíðin þar sem ég eyddi viku í að setja upp alveg rosalega keimlíkt svið.

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.