Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.2023, Side 81

Muninn - 01.04.2023, Side 81
Svo kemur að árinu í ár og félagslífið hefur aldrei verið meira og ég er rosalega leiður yfir því hvað tíminn er byrjaður að líða alltof hratt afþví að ég er að skemmta mér svo vel. Þessi litla saga mín í MA er bara pínu ponsu lítið brot að öllu því magnaða sem þú getur gert í skólanum og ætla ég að nýta mér þessa ræðu til að hvetja ykkur að prófa að taka þátt í því sem þið viljið hvort sem það er til að ögra ykkur eða bara skemmta ykkur konunglega . Sækið um í LMA reynið við MORFÍs, Gettu betur, söngkeppnina, dansa í PríMA eða bara lifa vera og njóta, með því að mæta og hitta alla í löngu og á kvöldvökum syngja hátt á söngsölum og fíflast eitthvað með bekknum ykkar á íþróttamótum ÍMA. Og ætli þessi litli bútur leiði okkur ekki ágætlega yfir í það seinasta sem mig langar að fá að predika yfir ykkur í kvöld. Eitthvað sem ég hef notað rosalega mikið í bæði námi mínu og félagslífinu hér og það er setningin vertu kjáni. Því ef að við embracum öll að vera bara kjánar og ekki hugsa of mikið um það sem öðrum finnst þá verður þetta svo miklu skemmtilegra. Við erum nefnilega bara öil í menntaskóla og ef þetta er ekki staðurinn til að gera okkur af fíflum og rekast á öll heimsins mistök í einhverri rosalegri leit að sjálfum okkur þá veit ég ekki hvað. Þannig við skulum öll byrja að láta eins og kjánar í kvöld og dansa vel og almennilega og fagna þessum mögnuðu árum með öllu þessu magnaða fólki. Því í kvöld verður ekkert beef heldur bara ógeðslega gaman. -Þröstur Ingvarsson 3.L

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.