Verzlunartíðindi - 01.12.1967, Side 4

Verzlunartíðindi - 01.12.1967, Side 4
Bókun minnilihita verðlagsnefndar Á fundi verðlagsnefndar 12. þ. m. voru settar nýjar verðlagningarreglur, sem gilda skulu þar til í febrúar- byrjun n. k. Fulltrúar verzlunar og atvinnurekenda í verðlags- nefnd mótmæltu harðlega þessari samþykkt, lögðu fram bókun þá, sem hér fer á eftir og gengu af fundi. „Við undirritaðir mótmælum eindregið þeirri af- greiðslu verðlagsákvarðana, sem hér fer nú fram og lýsum allri ábyrgð afleiðinga hennar á hendur ríkis- stjórninni. Ákvarðanir meiri hluta nefndarinnar eru reistar á stjórnmálalegum samningum aðila, er standa utan við verzlunina, og eru án nokkurs tillits til þarfa liennar. Flefur enda ekki verið gerð tilraun til þess af hálfu meiri hluta nefndarinnar að leiða nokkrar líkur að því, að sú þóknun, sem verið er að ákveða verzluninni, sé nægileg til þess að bera nauðsynleg- an kostnað vörudreifingar í landinu. Hefur meiri hluti nefndarinnar því brotið þau fyrir- mæli, er löggjafinn hefur með 2. mgr. 3. gr. laga nr. 54/1960 lagt fyrir nefndina að starfa eftir, en þar er kveðið svo á um, að verðlagsákvarðanir allar skuli miðaðar við þörf vel rekinna fyrirtækja. Við teljum, að fyrir liggi óhrekjanlegar upplýsingar um, að vel skipulögð verzlunarfyrirtæki komist ekki af með lægri álagningu en okkar tillaga segir til um, en hún er þó eingöngu miðuð við bráðabirgða- lausn til þess að leysa óvissu og ástand, er krefst tafarlausrar úrlausnar. Á þetta jafnt við um félags- rekstur sem einkarekstur. Upplýsingar um almenna verzlunarálagningu í nágrannalöndum okkar, og reksturkostnað verzlana þar, styðja í öllum atriðum þessa afstöðu okkar. Engin tilraun hefur verið gerð til að afsanna þetta, hvorki af fulltrrium stéttarsamtaka, verðlagsstjóra né öðrum embættismönnum. Fyrirliggjandi tillaga meiri hluta nefndarinnar er því í öllum atriðum órökstudd. Við viljum sérstaklega vara við þeim afleiðingum, sem af slíkum ákvörðunum kunna að leiða fyrir alla neytendur í landinu. Með þeim teljum við að verið sé fyrst og fremst að vega að hagsmunum neytend- anna, með því að bregða fæti fvrir rekstur þeirra fyrirtækja, er mesta þjónustu hafa veitt neytendum, en opna gáttir fyrir hvers konar spákaupmennsku, fjölgun fyrirtækja með lélegri þjónustu og hvers konar hokurverzlun. Slíkar ákvarðanir eru og til þess fallnar að draga úr möguleikum til hagstæðustu vörukaupa og eru enda beinlínis hvatning um sam- drátt í vöruinnkaupum, er ekki getur leitt til annars en óhagstæðara verðs eða vöruskorts. Við viljum því ítreka andstöðu okkar gegn ákvörð- unum þessum, sem órökstuddum, ómaklegum og í engu samræmi við ákvæði verðlagslaganna.“ Kaupmenn, kaupíélög! Jólavindlarnir í ár koma frá Danmörku, Hollandi, U. S. A., Sviss og Jamaica. ☆ AFENGIS- OG TÓBAKSVERZLUN RÍKISINS Skrifstofur: Borgartúni 7, sími: 2 42 80. 64 VERZLUNARTÍÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.