Verzlunartíðindi - 01.12.1967, Side 17

Verzlunartíðindi - 01.12.1967, Side 17
II. — Hvaða vörur heíur íyrirtækið á boðstólum. — Vörumarkaðurinn h.t. mun hafa á boðstólum all- an venjulegan varning til heimilishalds, svo sem hreinlætisvöru og matvöru hvers konar, þó ekki kjöt nema niðursoðið. Einkum mun verða lögð áherzla á að geta boðið sem fjölbreyttast úrval af innlendri framleiðslu, og verður haft náið samstarf við framleiðendur með það fyrir augum. En annars verður kappkostað að hafa jafnan til sölu valdar, er- lendar vörur, sem viðurkenndar eru fyrir gæði. Rétt er að geta þess hér, að allar þær heimilisvélar frá Electrolux í Svíþjóð, sem fluttar eru til landsins, verða til sölu með öðrum varningi hjá Vörumarkað- inum. Þær verða seldar með 10% afslætti gegn stað- greiðslu, en heimflutningur er ekki innifalinn. III. — Er líklegt að verzlun í þessu formi nái til sín hinni svokölluðu framhjásölu heildsölufyrirtækja? — Segja má, að Vörumarkaðurinn h.f. fari hér út á þá braut að bjóða almenningi eins konar sambland viðskipta í heildsölu og smásölu, og mun þessu við- skiptafyrirkomulagi verða vel tekið af þeim, sem hafa hug á að spara með því að kaupa sem mest magn í senn af hverri vöru. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hve fast einstaklingar knýja á hjá heildsölum um kaup á varningi handa heimilum sínum. Vörumarkaðurinn sættir sig við lægri álagningu af því að ætlunin er að ná hagnaði með sem mestri umsetningu miðað við pakkningu á þeim vörum, sem hafðar verða til sölu. IV. — Skipulag fyrirtækisins? — Húsakynni fyrirtækisins eru öll á neðstu hæð bygg- ingarinnar og eru skipulögð þannig: Að austan verðu, eða hægra megin við anddyri, er 60—70 fer- metra salur, sem í rauninni er eins konar sýningar- skáli, þar sem viðskiptamenn geta skoðað sýnishorn af öllum þeim varningi, sem á boðstólum er hverju sinni. Vörusýnishorn þessi eru öll merkt, bæði með hlaupandi númerum og verði, og eru gefnar upp- lýsingar um verð heillar einingar (t. d. kassa með vissum fjölda smápakka), hálfrar einingar og einstaks pakka. Álagning er mismunandi, minnst á heilli ein- VERZLUNARTÍÐINDI 77

x

Verzlunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.