Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2002, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.03.2002, Blaðsíða 34
Þagar aldurinn færðist yfir Ágúst, kvað hann þessa stöku: Ellin þunga er mér til meins; margt vill rœtur naga, þó er glóðin innsta eins °g ífyrri daga. Ágúst var vinur Jóhanns Magnússonar frá Mælifellsá og hvað við brottför hans af þessum heimi: Hjá þér fann ég gleði og gaman; geisluðu vinahót. Þó við aðeins þegðum saman, það var nokkur bót. Ágúst orti þessa vísu í orðastað aldraðs manns nokkurs, sem hann komst í kynni við: Störfin öll á öðrum lenda, eg þó rölti í smiðjuna. Bilaður í báða enda, en brúklegur um miðjuna. Um konu sína, Aðalheiði Haraldsdóttur (1914-1992) orti Ágúst þessa fallegu vísu: Enginn kuldi á mér hrín eða frostavetur. Svona mikið mildin þín manni hlýjað getur. Undir ævilokin orti Ágúst þessa stöku, sem lýsir hon- um vel: Senn er lokið langri göngu; lítinn hlaut ég skammt. Þetta skiptir annars öngu; allir kveðja jafnt. Og vel fer á því að birta hér eina af síðustu vísum Ágústs Vigfússonar í lok vísnaþáttarins: Enginn þarf að efa það; allt að lokum hrynur. Eg er bráðum búinn að berja nestið, vinur. Vísurnar hans Ágústs Vigfússonar eru ekki aðeins hag- mælska, heldur líka og ekki síður ljós, skýr og heilbrigð hugsun. Dægurljóð Hvað er eiginlega dægurljóð? Ekki eru það eingöngu textar, sem sungnir eru við dans. Dægurljóð eru öll þau ljóð, sem fólk syngur, hvort sem það er upphátt eða í huganum. Oft hef ég hlýtt á Guðmund Jónsson óperusöngvara syngja við útfarir, aðallega ljóð sem Þorsteinn Gíslason (1867-1938) þýddi úr þýsku og er við lag eftir Ludwig van Beethoven, er uppi var frá 1770 til 1827. Þetta er dýrðlegur lofsöngur til skaparans og lífsins. Engan hef ég heyrt fara betur með ljóð þetta en Guðmund Jónsson (f. 1920). Þitt lof ó, drottinn vor, himnarnir hljóma. Þitt heilagt nafnið prísa ber. Vor jörð skal söngvana enduróma: Þú, alheims stýrir, lof sé þér. Þú reistir hvelfingar himinsins heima, þín hönd gaf Ijósið skœrri sól. Þú ekur sigrandi gegnum geima, á geislans braut að yzta pól. Sjá, maður, dýrðlegu dásemdarverkin, sem drottins lofa máttku hönd. Allt ber í heimi um mátt hans merkin. Hið minnsta og stœrsta tengja bönd. Sjá, náttúran gjörvöll að fótum hans fellur með fögnuði í skini' af lífsins sól. Til dýrðar skaparans söngurinn svellur, með sigurhrósi að yzta pól. Þorsteinn Gíslason er eitt af góðskáldum okkar þjóðar. Hann orti ijölda vígslu- og hátíðarljóða um sína daga, einnig margt erfiljóða. En þekktasta ljóð hans mun vera „Fyrstu vordægur“, sem betur er þekkt af upphafslínum þess: „Ljósið loftin fyllir og loftin verða blá.“ Gullfallegt ljóð, sem hefur þann mikla kost að lærast næstum ósjálfrátt, eða sú er mín reynsla frá æskuárum. Þorsteinn Gíslason var ritsjóri og bókaútgefandi að ævi- starfi, en sinnti skáldsakpnum meðffam því. Hann þýddi, eða orti öllu heldur, ljóðið MIRANDA, eftir W. Falkoner. Ég hlýddi eitt sinn á Sigurð Skagfield, óperusöngvara, (1885-1956) syngja þetta fagra ljóð við lag eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson (1847- 1927). Ég varð stórhrifinn af ljóði og lagi, sem falla ágætlega sam- an. Þetta var í Austurbæjarbíói 1949. Mig langar til að birta þetta fagra ljóð Þorsteins Gíslasonar. MIRANDA Nú klæðist möttli grœnum grund. Nú glóir vogur, brosir sund og allt er fullt af fuglasöng og fögur kvöldin, björt og löng. En samt, MIRANDA, án þín er þó ekkert vor né Ijós hjá mér, því jafnvel vorinu' uni ég ei, ef ertu fjarri, kœra mey. 126 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.