Heima er bezt - 01.03.2002, Blaðsíða 39
Melrakkanes, líkt því sem það hefur litið út á dögum Landnáms.
Krákhamarstindur. Ljósm. -. Unnþór.
lands hvað örnefni snertir og það að vog-
ar breyttust í víkur og tanga.
Ekki er langt að leita hliðstæðs dæmis.
Lítil á eða lækur skilur lönd Melrakka-
ness og Bragðavalla kölluð Hnarhúsaá
eða Hnarósaá. Menn hafa reynt að finna
viðunandi skýringu, sem sagt þá að þarna
hafi einhvern tíma verið rennt knerri að
landi og árósinn því fengið nefnið
„Knararós“, „Knararóssá.“ Úti fyrir Bú-
landseyjum er Rnararsund samkv. korti
og Knararsundsfles. (Sr. Jón Bergsson,
skrifar „Hnarasund“ og „Hnarasunds-
boða“.) Sjá kort.
Vel má til sannsvegar færa að víkurnar,
sem eru fyrir neðan bæ á Melrakkanesi,
séu norðan eða norðanvert við nesið, eins
og ef þær væru í Hamarsfirði.
Síðan er spurningin hvað söguritarinn
frægi, Ari Þorgilsson fróði, var kunnugur
staðháttum í hinum tveim Álftaíjörðum, sem þá voru
kallaðir svo.
Hafa ber líka í huga að hartnær tvöhundruð ár liðu frá
því er atburðir gerðust, þar til sögurnar voru ritaðar.
Njálssaga
Útkváma Þangbrands
„Þetta it sama haust kom út skip austr í fjörðum í
Berufirði, þar sem heitir Gautavík. Hét Þangbrandr stýri-
maðr. Hann var sonr Vilbaldrs greifa ór Saxlandi. Þang-
brandr var sendr út hingað af Olafi konungi Tryggvasyni
at bjóða trú. Með honum fór sá maðr íslenkr, er Guðleifr
hét. Hann var sonr Ara Mássonar. - Guðleifr var víga-
maðr rnikill ok manna hraustastr ok harðgerr í öllu.
(Guðleifur virðist hafa verið fylgdarmaður Þangbrands í
öllum hans ferðum um landið.)
„Bræðr tveir bjuggu á Bernesi. Þeir lögðu til fund ok
bönnuðu mönnum at eiga kaup við þá. Þetta spurði Hallr
af Síðu. Hann bjó at Þváttá í Álftafirði. Hann reið til
skips við þrjá tigu manna.
Hann ferr þegar á fund Þangbrands ok mælti til hans:
„Gengr ekki mjök kaupin?“ Hann sagði, at svá var. „Nú
vil ek segja þér mitt erindi,“ segir Hallr, „at ek vil bjóða
yðr öllum heim til mín ok hætta á, hvárt ek geta keypt
fyrir yðr“. Þangbrandr þakkaði honum ok fór þangat.“
Þá er að gera sér grein fyrir atburðarásinni hjá Þang-
brandi, þegar hann kemur til Islands. Ætlum að báðir höf-
undar hafi nokkuð til síns máls. Kristnisaga segir hann
koma í Selavoga fyrir norðan Melrakkanes. Njálssaga
segir að hann komi til Gautavíkur.
Báðum ber saman um að Síðu-Hallur taki vel á móti
Þangbrandi og bjóði honum heim til sín að Þvottá. Frá-
sögn Njálu er þó nokkuð ítarlegri.
Einhver tilgangur hlýtur að vera með því að tilgreina
Guðleif, fylgdamann Þangbrands. Sennilegt er að hann
hafi verið kunnugur siglingaleiðum og staðháttum, og
getað brugðið brandi, ef á þyrfti að halda. Allavega
reyndist það svo, því samkvæmt sögunum höfðu þeir fé-
lagar Þangbrandur og Guðleifur, flögur mannvíg á sam-
viskunni þegar þeir snúa til baka til Niðaróss, síðsumars
999. Eins og sagt væri á nútímamáli bæði lóðs og lífvörð-
ur.
Ályktun mín er þessi:
Þeir sigla fyrst til Gautavíkur. Þangað var þá orðin
kunn leið og auðrötuð. Þeir fá heldur fúlar viðtökur hjá
Strandamönnum. Njássaga segir Hall mæta með þrjátíu
manna lið, svo að nokkurs hefur honum þótt við þurfa.
Hann vísar þeim leið um sundin framhjá Búlandseyjum,
inn til Álftafjarðar nyrðra, vestur fyrir Melrakkanes til
Selavoga fyrir sunnan bæ á Melrakkanesi og segir þeim
að bíða sín þar. Næsta líklegt er að á Melrakkanesi hafi
búið afkomendur Brand-Önundar, frændur og vinir Síðu-
Halls. Hann leiðbeinir þeim síðan áffam suður fyrir
Brimilsnes til Leiruvogs.
Álftafjörður hefur á tímum landnáms ekki síður verið
fagur og friðsæll en hann er nú. Fjallahringurinn form-
fagur frá hvaða sjónarhorni sem séð er, ekki síst þegar
komið er af hafi. Þá, sem nú, hafa blasað við blómlegar
sveitir og dalir, eyjar, hólmar og fjörðurinn sjálfur iðandi
af lífi, sannkölluð matarkista.
„Til ills fórum vér um góð héruð, er vér skulum byggja
útnes þetta,“ á Karli þræll Ingólfs að hafa sagt. Skyldi
hann hafa verið með í fyrstu Islandsferðinni þegar sagt er
að þeir fóstbræður hafi gist Álftafjörð?
Til er skrá yfir örnefni í landi Melrakkaness. Hún er
gerð eftir frásögn Guðmundar Dagssonar, dags. 12 jan.
1938 og undirrituð af Margeiri Jónssyni. Skráin var yfir-
farin um eða eftir 1950 af Helga Einarssyni, Melrakka-
nesi og prófessor Stefáni Einarssyni, sennilega vegna út-
komu Árbókar F.í. 1955 og er varðveitt á Örnefhastofnun
Þjóðminjasafns.
Heima er bezt 131