Heima er bezt - 01.03.2002, Blaðsíða 9
Kirkjustræti 1945,18 ára gamall. Þar
var oft mikið fjör. Þá hafði ég spilað
á skóladansæfingum í tvö til þrjú ár
og öðlast nokkra færni í að leika
dansmússík. Auk okkar Björns R.
lék þarna bróðir hans Guðmundur á
trommur, svo og fleiri.
Eg hef leikið með ótal hljómsveit-
um. Má þar nefna hljómsveit Karls
Jónatanssonar, Jans Moravek og
Svavars Gests. Með hljómsveit Guð-
mundar Finnbjörnssonar lék ég, svo
og með hljómsaveit Þórarins Óskars-
sonar. Einnig spilaði ég um tíma á
Keflavíkurflugvelli með Ameríkön-
um. Oft var ég með hljómsveit sjálf-
ur, svo sem á Röðli, Nausti, Hótel
Borg og í Súlnasal Hótels Sögu. Þar
spilaði ég með mörgum góðum fé-
lögum, sem gott er að minnast.
Fluttst til Egilsstaða á Héraði
Eg fluttist austur að Egilsstöðum
með ljölskyldu mína 1976.
Atti þá að baki tíu ára hljóðfæra-
leik í veitingahúsinu Nausti, frá
1964-1974. Þá stofnaði ég dixieland-
hljómsveit, sem lék í eitt og hálft ár á
Hótel Sögu. Þá lék ég hálft ár sumar-
ið 1976, í Súlnasal Hótels Sögu. Þeg-
ar ég var að spila í Naustinu tók ég
nrér tak og hóf tónfræðinám. Lauk
síðan prófi sem tónmenntakennari
1971, og má ég þá ekki gleyma að
nefna mína góðu kennara þar: Ró-
bert Abraham Ottósson, Atla Heimi
Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson,
Þorgerði fngólfsdóttur og fleiri. Þá
hafði ég átt heima alla mína ævi í
Reykjavík og var kominn á miðjan
aldur. Hljóðfæraleikur var tekinn að
minnka. Diskóæðið tók yfir. Til
dæmis fór vinnan í Nausti úr sex
kvöldum á viku niður í þrjú!
Mér bauðst kennarastaða við Tón-
skóla Fljótsdalshéraðs og tók hana.
A Egilsstöðum kunni ég vel við mig
og tók þátt í margs konar félagslífi,
því að ég hef gaman af að umgangast
fólk. Þar var ég á árshátíðum og
þorrablóti, sem haldið er eins og víð-
ar. Er þar margt fólk og Ijör mikið.
Enn er staðurinn ekki stærri en það
að hægt er að halda blót fyrir allan
almenning. Virkt leikfélag er á
Tómas R. Einarsson og Móeiður Júníusdóttir á djasshátíð Egilsstaða.
Á Kanaríeyjum. Arni og Kristín.
staðnum, og tók ég nokkurn þátt í
því. Ég var í Rotary og vann með frí-
múrurum.
Tók einnig þátt í félagsvist og
bridds. Ég spilaði víða með hljóm-
sveitum og með öðrum fyrir austan.
Ég var kirkjuorganisti á Völlum í
Fljótsdal, í Þigmúla í Skriðdal og á
Eskifirði. Þá stjórnaði ég Karlakór
Fljótsdalshéraðs. Ég kenndi söng í
Heima er hezt 105