Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2002, Blaðsíða 50

Heima er bezt - 01.03.2002, Blaðsíða 50
þetta nýtti hún sér. Kjell ber nafn fyrri manns Solveigar en Anne heitir efitir móður hennar. Hún bar því ekki skarðan hlut frá borði í þeim skiptum, svarar afi Jensen festulega. Svo situr hann hugsi um stund. En Asbjörgu langar til þess að skyggnast örlítið frekar inn í fortíð afa Jensen, án þess að verða of nærgöngul, fyrst hún er komin á sporið og hún spyr ofur blátt áfram: - Var Solveig ættuð héðan úr firðinum, afi Jensen? - Nei, hún var ættuð frá Stavangri, svarar hann með hægð. - Sóttir þú hana alla leið þangað, spyr Asbjörg og bros- ir hlýtt til tengdaföður síns. - Ja, fundum okkar bar fyrst saman þar en erindi mitt þangað upphaflega var allt annað en konuleit. Ég tók að mér að reisa stóra skólabyggingu í Stavangri. A þeim árum fór ég víða og reisti margar byggingar af ýmsum stærðum og gerðum og annaði varla þeim beiðnum sem mér bárust. En með tímanum tók ég að þreytast á þessum landshorna flækingi árið um kring og fór að velta því fyr- ir mér að eignast fastan samastað, þar sem ég gæti að mestu stundað iðn mína á heimaslóðum og næsta ná- grenni. Ég var kominn á miðjan aldur og nokkuð vel efn- um búinn en til hvers var að safna í sjóði ef enginn yrði afkomandinn til þess að njóta afraksturs erfiðis míns. Frá andláti Ljósbjargar unnustu minnar hafði engri konu tek- ist að vekja karleðli mitt til kvenna, þótt ýmsar gerðu til- raunir í þá átt, á starfsferli mínum vítt og breitt um land- ið. Líkast var því að eitthvað af sjálfi mínu hefði dáið með Ljósbjörgu minni og yrði ekki endurvakið af öðrum konum. En ég hef alla tíð haft yndi af börnum og eignað- ist marga vini í hópi þeirra þar sem ég starfaði og mér fannst að ég hlyti að fara á mis við mikið í lífinu ef ég eignaðist ekki eigið barn. En til þess varð ég að festa mér konu og þar stóð lengi hnífurinn í kúnni. Sumarið, sem ég fyllti íjórða áratug ævinnar, tók ég að mér að reisa fyrrnefnda skólabyggingu í Stavangri. Mat- selja okkar starfsmanna var ekkja á aldur við mig, Sol- veig Bondevik. Hún var frekar snotur í útliti, dagfarsprúð og leysti störf sín vel af hendi og mér féll konan þægilega í geð. Er líða tók að verklokum við skólabygginguna, spurði ég Solveigu hvert hún færi að þessu ráðskonustarfi loknu. Hún kvað það óráðið og spurði að bragði hvort mig vantaði bústýru. Ég svaraði því til að málið væri í at- hugun. - En þú veist að ég er á lausu við brottförina héðan, sagði hún með þeirri áherslu sem ekki varð misskilin og kom mér reyndar ekki á óvart. En þessi orðaskipti vöktu enga spennu í brjósti mér, ekki frekar en þegar ég var að ráða til mín menn í vinnu- flokka og reyndi að vanda valið. Ég vildi i alvöru fara að hægja ögn á mér og njóta góðrar hvíldar á eigin heimili, milli stórra verkefna, sem ég átti von á að biðu mín næstu árin. Um haustið tók ég á leigu einbýlishús hérna í firðinum en byrjaði jafnframt að leggja fyrstu grunnlínurnar að framtíðarbústað mínum og Solveig gerðist ráðskona hjá mér veturinn sem í hönd fór. Ég var ekki tilbúinn að binda mig en Solveig kom mér brátt í skilning um það að hún væri ekki hingað komin í þeim tilgangi að vera ráðskona ævilangt. Hún hefði aldrei eignast barn og nálgaðist senn það aldurstakmark sem útilokaði barneignir, svo ekki var seinna vænna í þessum efnum. Fyrir mig var því annað hvort að hrökkva eða stökkva og ég valdi að stökkva. Ég gekk í hjónaband með ráðskonunni og tæpu árið síðar fæddist lítil Ljósbjörg, systir hennar og bróðir komu svo í heiminn á næstu tveimur árum og þar með var barneignum á mínum bæ lokið. Börnin veittu mér ómælt yndi á uppvaxtarárunum og hjónabandið fór friðsamlega fram, uns yfir lauk. Afi Jensen þagnar og varpar öndinni djúpt. Hann er óvanur því að ausa svona hömlulaust af sjóði minning- anna. En Asbjörgu langaði til þess að mega skyggnast örlítið aftur til fortíðar, þar sem hann átti annan stærsta hlutann í ljúfsárum drama eilífrar ástar og í augum hans er hún alls góðs verðug. Hann sjálfur fékk líka þægilega útrás, efitir margra áratuga innibyrgðan harm, sem hann hefur borið einn í hjarta og ber til grafar. En á meðan hann fýlgdi tengdadóttur sinni um fornar lendur helgustu minninga, hefur nútíminn liðið hratt hjá, ungbarnahjal berst fram í eldhúsið, tvíburarnir hafa lokið miðdegisblundi sínum. Asbjörg lítur á klukkuna. - Hvað, er orðið svona áliðið dags, verður henni fyrst að orði. - Við höfum gleymt tímanum, afi Jensen, segir hún og brosir hlýtt til tengdaföðrur síns. - Tvíburamir eru vaknaðir heyri ég, eigum við ekki að líta inn til þeirra? - Jú, þakka þér fyrir, það var nú hápunkturinn á erindi mínu hingað að fá að sjá þá vakandi, svarar afi Jensen glaður í bragði. Þau rísa bæði úr sæti og ganga saman inn í svefnher- bergið. Afi Jensen nemur staðar á miðju gólfi og horfir hugfanginn á tvo litla drengi í vöggu, sem sprikla hraust- lega og hjala í sakleysi bemskunnar, hlið við hlið. Hvílík guðsgjöf í ellinni, þessir dregnir, hugsar hann og næstum klökknar af þakklæti. Asbjörg vísar afa Jensen til sætis og hann sest. Hún snýr sér þegar að drengjunum, skiptir fyrst um bleyju á litla Jensen og að því loknu leggur hún drenginn í faðm nafna síns, sem tekur vel á móti. Svo skiptir hún á Lars og leggur hann einnig í stóra faðminn hans afa Jensen og þar er nóg rými fyrir báða. Asbjörg nýtur þess að sjá gleðina og ástúðina sem ljómar á andliti afa Jensen á meðan hann umvefur sonar- syni sína og gælir við þá, en þeir hjala og brosa á móti, hver í kapp við við annan, auðsjáanlega ánægðir með verustaðinn. En afi Jensen vill ekki þreyta drengina með of langri setu í fangi sínu og hann áætlar stundina af reynslu og 142 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.