Heima er bezt - 01.03.2002, Blaðsíða 51
innsæi gamals föður og fyrr en varir er sú stund á enda
runnin. Hann kveður drengina með kossi á vanga og
þakkar tengdadóttur sinni veitta ánægju. Asbjörg tekur
tvíburana og leggur þá í vöggu þeirra, svo býður hún afa
Jensen að koma með sér fram í eldhús og þiggja hress-
ingu en hann afþakkar allar veitingar og kveðst ætla að
eiga þær inni þar til næst.
* * *
Degi er tekið að halla, fiskibátamir byrjaðir að streyma
inn fjörðinn. Afi Jensen er vanur að taka á móti Kjell
syni sínum við landtöku og kýs að bregða ekki út af
þeirri venju, svo lengi sem hann kernst niður að höfö.
Þessu veldur sérstök tilfinning, sem er rótgróin í vitund
hans, afleiðing eftir hörmulegt slys í íslensku vatnsfalli,
endur fyrir löngu, þar sem hann missti æskuunnustu sína
og beið þess aldrei bætur.
Hann vildi láta einkason sinn velja annað ævistarf en
sjómennsku og bauð að kosta hann til mennta á öðrum
sviðum en hafið heillaði Kjell ungan að árum og að sjálf-
sögðu var það hann sem endanlega réði vali sínu.
Þrátt fyrir þetta hafa þeir feðgarnir alltaf verið sam-
rýmdir og það ekkert breyst í tímans rás.
Afi Jensen býst til brottfarar, Asbjörg fylgir gesti sín-
um til dyra. Þau kveðjast með meiri alúð og hlýju en
nokkru sinni fyrr og hefur þó frá fyrstu kynnum farið vel
á með þeim. Afi Jensen hraðar sér á braut en Asbjörg
stendur kyrr í dyrunum og horfir á eftir tengdaföður sín-
um niður gangstíginn. Þessi heimsókn hans skildi eftir í
huga hennar ógleymanlega frásögn, sem dýpkar skilning
hennar á persónu afa Jensen og treystir vináttubönd
þeirra.
Blessaður gamli maðurinn, hana hefði ekki órað fyrir
því að hann ætti svona átakanlega reynslu að baki, en
þarna sannast hið fornkveðna, að enginn veit hvað í ann-
ars barmi býr, hugsar hún og snýr inn í húsið til þeirra
starfa sem hafa beðið óleyst á meðan hún svalaði fróð-
leiksfýsn sinni.
En Asbjörg getur ekki slitið hugann frá fortíð afa Jen-
sen og nú er það sú fortíð hans sem hún þekkir af eigin
raun sem svífur fyrir hennar hugarsjónum. Er hún kom
fyrst með Kjell, þá unnusta sínum , hingað í Bjarnarijörð,
var Solveig móðir hans orðin sjúklingur og átti um það
leyti eftir læknisráði, að leggjast inn á sjúkrahús, en hún
aftók það með öllu, kvað engan annast sig betur en Jen-
sen eiginmann sinn og neitaði alfarið að nokkur annar
kæmi þar nærri og þessu varð ekki haggað. Hitt fólkið á
heimilinu, sem vildi veita aðstoð sína en fékk það ekki,
fylgist með því fullt aðdáunar hve natinn Jensen var og
þolinmóður í þessu mjög svo erfiða hjúkrunarstarfi.
Hann stóð einn vaktina uns yfir lauk og þar var unnin
hetjudáð.
Tengdadóttirin tilvonandi kynntist Solveigu einungis
sem sjúkri konu og þau kynnu urðu lítil. En heimili henn-
ar bar því glöggt vitni að þar hefði hæfileikarík húsfreyja
setið að völdum og haft efnalega úr nógu að spila. Hús
þeirra hjóna var stórt og formfagurt, reist af byggingar-
meistaranum Jensen Eyvik á íyrsta búskaparári hans og
Solveigar, en áður en Solveig dó var hann byrjaður að
leggja grunninn að fornaldarbæ sínum, eins og hann
nefnir núverandi heimili sitt, en bærinn hefur vakið at-
hygli margra, fyrir snilldar handbragð og listrænt gildi og
ýmsir viljað eignast eftirlíkingu af honum.
Asbjörg fær nú ekki að dvelja lengur við nægtabrunn
minninganna, synir hennar kalla á mjúkar móðurhendur.
Hún hraðar sér inn í svefnherbergið og sinnir ástrík þörf-
um þeirra.
Aður en því er lokið birtist Kjell, eiginmaður hennar.
Hann er kominn heim af sjónum eftir fengsælan dag, og
stund sælla endurfúnda runnin upp, í þessum vermireit
ungrar hamingju.
2. kafli
Vetrarmjöllin klæðir landið umhverfis Bjarnarfjörð
hvítum kufli hreinleikans, frá efstu fjallabrúnum að
nyrsta sjávarmáli. Aðfangadagur jóla er runninn upp,
lognkyrrð og heiðríkja yfir láði og legi.
Asbjörg klæðir syni sína hlýjum vetrarfatnaði. Þessir
stóru og hraustlegu sjö ára drengir bíða þess óþreyjufullir
að mega leggja af stað út í bjartan vetrardaginn. Þeir hafa
fengið leyfi foreldra sinna til þess að fara í heimsókn til
afa Jensen og dvelja hjá honum fram að þeim tíma sem
hann er vanur að koma í árvisst jólaboð á heimili foreldra
þeirra, en þangað hefur hann mætt stundvíslega um miðj-
an aðfangadag frá því að þessi jólaboð hófust og tilgang-
ur hans með þessu verið sá að bjóða aðstoð sína, hafi
þurff að lagfæra eitthvað með smiðshöndum fyrir hátíð-
ina. Þörf heför jafnan reynst vera nóg fyrir hjálpfúsar
smiðshendur hans og aðstoðin vel þegin.
Asbjörg fylgir sonum sínum til dyra, áminnir þá um að
gæta sín vel í umferðinni og vera þæga og góða við afa
Jensen. Drengirnir gefa móður sinni fögur fyrirheit um
að gera þetta hvort tveggja, kveðja hana með kossi og
taka á sprett niður gangstíginn.
Asbjörg snýr inn í húsið. Þau hjónin ætla að nota tím-
ann í fjarveru drengjanna til þess að skreyta jólatréð og
koma þeim í þetta skipti svolítið á óvart með nýstárlegi
skreytingu. Allt skal gert til að gleðja barnshjartað á
ljóssins hátíð.
* * *
Lággeng skammdegissól gyllir hjarnbreiðuna. Afi Jen-
sen gengur út á bæjarhlaðið, skyggir hönd fyrir augu og
rýnir móti birtunni upp á veginn. Hann á von á tvíburun-
um í heimsókn og er byijaður að gæta að ferðum þeirra.
Jólaösinni er enn ekki lokið og töluverð umferð framhjá
„fornaldarbænum,“ en drengirnir eru fyrir nokkru farnir
að koma fylgdarlaust í heimsókn til afa og allt gengið að
óskum í þeim ferðum.
' Framhald í næsta blaði.
Heima er bezt 143