Heima er bezt - 01.03.2002, Blaðsíða 13
Auðunn Bragi
Sveinsson:
—A----
SVEITINNI
Frásögn Ingibjargar
Valdimarsdóttur.
Aðfararorð skrásetjara:
Eg er gestkomandi hjá Ingibjörgu
Valdimarsdóttur, í Reykjavík, þar
sem hún er stödd hjá kunningja sín-
um. Eftir að hafa neytt veitinga, tök-
um við tal saman. Ingibjörg er nú 16
ára og hin hressasta til líkama og
sálar. Tekur hún að segja mér frá
æsku sinni, sem var sannarlega eng-
inn dans á rósum. Hún var alin upp
á sveit, líkt og hin systkini hennar.
Gef ég henni hér með orðið:
- Faðir minn þáði af sveit, því að
foreldrar mínir voru barnmargir.
Þegar það gerðist, sem frá verður
sagt hér á eftir, gekk móðir mín með
tíunda barnið. Oddvitinn í Skarðs-
hreppi taldi mikla nauðsyn til bera
að skipta þessu heimili upp, til að
létta á hreppnum. Móðurmóðir mín
var til heimilis hjá okkur, einnig íbð-
urfaðir minn. Hann lá veikur þetta
sumar. Læknirinn taldi að um botn-
langabólgu væri að ræða.
Nú gerist það í október þetta ár,
þegar móðir mín var alveg komin að
því að fæða tíunda barnið (það fædd-
ist 19. október) að við vitum ekki
fyrr til en bátur kemur úr landi út í
eyjuna, og voru þar á nokkrir menn.
Oddviti hreppsins var þar með og til-
kynnti hann, að þeir félagar væru
komnir til að sækja Jóhönnu, ömmu
mína, og flytja til Flateyjar, vegna
þess að þar ætti hún fæðingarhrepp.
Amma settist niður og grét. Mamma
Úr œttfrœðinni, lesendum til
glöggvunar:
Nokkur, sem við sögu koma í frá-
sögninni, auk sögumanns. Önnur
mannanöfn þarfnast ekki skýr-
inga:
Faðir sögumanns:
Valdimar Sigurðsson, f. 1898
Móðir:
Ingigerður Sigurbrandsdóttir.
Móðuramma:
Jóhanna Ingibjörg Bæringsdóttir,
fædd 29. júlí 1875 að Deildará í
Múlahreppi, A- Barð. Látin 24.
apríl 1943.
Föðurafi:
Sigurður Óli Sigurðsson, f. 2. jan.
1875, dáinn 12. maí 1946.
Brynjólfur Haraldsson, oddviti í
Skarðshreppi, Dalasýslu.
Héraðslæknirinn í Flatey á
Breiðafirði, Arngrímur Björnsson
(1900-1972), Ólafur Bergsteins-
son á Látrum
Frásögnin gerist sumarið 1935,
þegar sögumaður er 10 ára að
aldri.
Sögustaður: Rúfeyjar, undan
Skarðsströnd í Dalasýslu.
var einnig ákaflega hrygg, en þær
gátu lítið gert.
Áður en þetta gerðist, hafði oddvit-
inn fengið Ólaf Bergsveinsson á
Látrum til að sækja Jóhönnu og átti
Ingibjörg Valdimarsdóttir.
hún að fara að Látrum. En þá gerðist
það að amma mín sagðist ekki fara
og var mjög sorgbitin. Sagði þá Ólaf-
ur á Látrum (Hvallátrum):
„Ég tek enga manneskju með
valdi!“
Hann klappaði á axlirnar á henni
og bætti við:
„Við skulum vona, að þú fáir að
vera kyrr.“
Fór síðan heim og kom aldrei frek-
ar að þessum málum, sem komið
höfðu upp eins og skrattinn úr sauð-
arleggnum.
Þegar oddvitinn kom í næsta skipti
Heima er bezt 109