Sameiningin - 01.01.1911, Page 33
349
» á mér viö dyrastafinn, og eg var þræll hans iþa'öan í frá. *
Þannig innvann eg mér hana Rakel mína. Og myndi
nokkur nokkurn tima hafa boriö aöra eins ást í brjósti
og eg?“
Ester laut niör og kyssti hann; þau þögöu bæöi um
hríð og hugsuðu um hana, er látin var.
( „Húsbóndi minn drukknaði á sæ úti“—kvað kaupmaðr,
er hann tók aftr til máls—, ,,,og var það fyrsta sorgar-
raunin, sem eg varð fyrir. Harmr var í húsi hans, en
einnig í mínu húsi hér í Antíokíu, þar sem eg þá hafði
aðsetr. Og taktu nú eftir því, sem eg segi, Ester! Þá
er hinn ágæti höfðingi féll frá, var eg kominn svo hátt
upp, að eg var orðinn aðal-ráðsmaðr hans, og allar eig-
arnar, sem honum heyrðu til, vorif í umsjón minni og
varðveizlu. Getr þú af þessu ráðið, hve heitt hann unni
mér og hve eind'regið traust hann bar til mín. Eg brá
við og ferðaðist til Jerúsalem til þess að gjöra ekkjunni
skil. Hún fól mér sömu ráðsmennsku framvegis. Eg
lagði mig allan fram til að leysa hlutverk mitt betr og
betr af hendi. Verzlanin gekk vel og fœrðist út með ári
hverju. Tíu ár liðu; þá kom fyrir reiðarslagið, sem þú
heyrðir hinn unga mann segja frá — slysið, einsog hann
nefndi það, sem Gratus landstjóri varð fyrir. Rómverjinn
hélt því fram, að þar hefði honum verið sýnt banatilræði.
Undir því yfirskini gjörði hann, að fengnu leyfi frá Róma-
borg, eigur ekkjunnar og barnanna, sem voru feikna-
miklar, allar upptœkar sjálfum sér til notkunar. Og ekki
nam hann þar staðar. Til þess að dómnum yrði ekki
unnt að breyta kom hann hlutaðeigendum öllum burt.
Upp frá þeim voðadegi allt þangað til nú hafa þau börn
Húrs og ekkja hans öll verið týnd. Sonrinn, sem eg
hafði séð, er hann var barn, var dœmdr í galeiðujþrældóm.
Um ekkjuna og dótturina er það ætlan manna; aö þær
hafi verið inni byrgðar í einhverri dýflizunni í Júdeu, en
þær eru margar; og eftir að einhver, sem til þess hefir
verið dœmdr, hefir þar verið lokaðr inni, er einsog væri
hann kviksettr, því dýflizan er harðlæst og innsigli sett
fyrir dyrnar. Enginn vissi framar um þær, ekki fremr
en hefði sjórinn gleypt þær og látið þær að fullu og öllu
hverfa. Við gátum ekki fengið um það að vita, hvernig
þær létu lífið, og jafnvel ekki um það, að þær í raun og
veru væri dána.r.“
Ester hlustaði á sögu föður síns með tárvotum augum.
„Þú ert hjartagóð, Ester! einsog móðir þín var; og
þess bið eg, að hjarta þitt verði ekki fótum troðið af
miskunnarlausum og blindum mönnum, einsog fyrir flest-
t» um liggr, sem samskonar hjartalag hafa til að bera. En