Sameiningin - 01.01.1911, Blaðsíða 35
35i
® ‘Styrkleiki og heiör er fatnaðr hennar, og hún hlær að ®
komanda degi’ ?“
Endrskin óumrœöilegs kærleika uppljómaöi ásjónu
hans, er hann mælti: „Á margan hátt hefir drottinn
veriö mér góðr; en þú, Ester! ert kóróna velþóknunar
hans.“
Hann lagði hana sér viö brjóst og kyssti hana hvaö
eftir annað.
„Heyrðu nú“ — sagði hann með skýrari rödd—,
„heyrðu nú, hvernig á því stóð, er eg hló í morgun,
Hinn ungi maðr var í augum mínum lifandi eftirmynd
föður síns í œskufegrð hans. S.terka hvöt fann eg hjá mér
til að heilsa honum. Mér fannst, að reynsludagar mínir
og þrautir mínar væri á enda. Með naumindum tókst
mér að halda mér1 frá því að kveða uppúr með það, sem
mér bjó í brjósti. Mig langaði til að rétta honum höndina
og segja: ‘Sko! allt þetta er þitt, ög eg em þræll þinn,
til þess búinn að skila því, er eg hefi haft til umráða’.
Og það myndi eg vissulega hafa gjört, Ester! hefði ekki
á því augnabliki þrjár hugsanir hver eftir aðra þotið
gegnum sál mína og aftrað mér. Fyrsta hugsanin vár
þetta: Eg skal ganga úr skugga um, að hann sé sonr
herra míns; sé hann það', þá skal eg að einhverju leyti
komast að raun um, hvernig skapferli hans er. Hve
margir þeir eru, Ester! af þeim, er fœðzt hafa auðugir,
sem svo er ástatt fyrir, að auðrinn í höndum þeirra verðr
þeim bölvunar-uppspretta." Hann þagnaði allt í einu,
greip höndum fast saman, en hélt svo áfram með háværum
málrómi, er titraði af geðshrœring: „Hugsaðu, Ester!
um pyndingarnar allar, sem eg varð út að taka, af völdum
Rómverjans; og ekki var það Gratus aðeins; hin mis-
kunnarlausu vesalmenni, sem gjörðu það, er hann lagði
fyrir, fyrst og síðast, voru Rómverjar, og allir jafnt hlógu
þeir að mér, er eg veinaði. Hugsaðu um líkama minn brot-
inn og bœklaðan,,—um árin ðll, sem liðin eru síðan tekið
var til með það eyðingarverk; hugsaðu um hana móður
þína, þar sem hún hvílir í gröf sinni svo einmana, niðr
brotna á sálinni einsog eg em niðr brotinn líkamlega;
hngsaðu um harma þeirra mœðgna, ekkju herra míns og
dóttur hans, ef þær eru enn á lífi, og grimmd þá, sem þær
hafa orðið að sæta áðr en þær skildu við, ef þær annars
eru dánar; hugsaðu um það allt, og svaraðu mér, dóttir!
umkringd af elsku drottins: Á ekki eitt hár að falla né
neinn blóðdropi að hníga til jarðar glœpum þessum til af-
plánunar? Segðu mér ekki einsog prédikarar stundum
segja, að hefndin sé drottins. Hefir hann ekki menn fyrir
verkfœri sín til að koma vilja sínum fram til þess að