Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1911, Page 36

Sameiningin - 01.01.1911, Page 36
352 9 vinna óvinum hans tjón allt eins og til hin$, að auðsýna vinum hans kærleik ? Eru hermenn hans ekki enn fleiri en spámenn hans? Hljóðar ekki lögmál hans svo: Auga fyrir auga, hönd fyrir hönd, fótr fyrir fót? Öll þessi ár hefir mig verið að dreyma um hefnd, og um hefnd hefi eg beðið, og fyrir hefnd hefi eg ráðstafanir gjört, og hið vaxanda vörumagn mitt hefir orðið til þess að glœða hjá , mér þolinmœði með þvi að eg hefi hugsað og heitið því, að eins víst og guð lifir skal það á sínum tíma verða til þess að eg kaupi mér hefnd yfir þeim, sem gjört hafa mér illt. Hinn ungi maðr minntist þess, að hann hefði j tamið sér vopnaburð, og kvaðst hafa gjört það í sérstökum tilgangi, sem hann þó ekki frekar skýrði neitt frá; en meðan hann mælti það, kvað eg tilganginn vera—hefnd; og svo var það líka, Ester! — þriðja hugsanin, sem hélt mér kyrrum og ósveigjanlegum meðan hann var að leggja að mér og kom mér til að fagna eftir að hann var farinn." Ester lét vel aði hinum uppvisnuðu höndum föður síns, og einsog andi hennar ásamt með anda hans væri að flýta sér áfram til hins setta takmarks, mælti hún: „Hann er farinn. Myndi hann koma aftr ?“ „Mallúk, hinn trúi þjónn, fer með, honum, og mun koma með hann aftr, þegar eg er til.“ „Og hvenær myndi það verða, faðir minn?“ „Það líðr ekki á löngu. Hann ímyndar sér, að allir sé dánir, sem vitnað gæti með honum. Einn er sá á 1 fi, sem áreiðanlega mun við hann kannast, svo framarlega sem hann er sonr herra mins.“ „Móðir hans?“ „Eg skal, dóttir mín! setja vottinn fram fyrir hann; en þangað til svo langt er komið skulum við fela drottni þetta mál. Eg em þreyttr. Kallaðu á hann Amímelek." Ester kallaði á þjóninn, og þau sneru aftr heimle.ðis og inní húsið. „BJARMI“, kristilegt heimilisblað. kemr út í Reykjavík tvisvar á mánuði. R-'tstjóri Bjarni Jónsson. Kostar hér í álfu 75 ct. árgangrinn. Fæst í bóksölu H. S. Bardals í Winnipeg. „NÝTT KIRKJUBLAD", hálfsmánaðarrit fyrir kristindóm og Vristilega menning, 18 arkir á ári, kemr út í Reykjavík undir rit- stjórn hr. Þórhalls Bjarnarsonar, biskups. Kostar hér í álfu 7«; ct. Fæst í bókaverzlan hr. H. S. Bardals hér í Winnipeg. „Sam.“—Addr.: Sameiningin, P.O. Box 2767, Winnipeg, Man.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.