Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2007, Side 4

Heima er bezt - 01.09.2007, Side 4
„Birkið ilmaði, allt var hljótt, yfir oss hvelfdist stjörnunótt. Þessar línur, sem hafðar eru úr þeim landsfræga brag Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings, þykja mér jafnan einhver hugljúfasta umhverfis- og stemmingarlýsing sem hægt er að hugsa sér. Að minnsta kosti fyrir þá sem hafa fundið og séð það sem Sigurður þama yrkir um. Ilmurinn frá birkihríslunum og trjánum, getur verið óviðjafnanlegur, og frnnst aldrei betur en eftir hressilega regnskúr. Og vel getur maður ímyndað sér að ef það fer saman sá ilmur og magnþrungin síðsumarsnótt með tindrandi stjörnum, þá sé það eitthvað sem ekki verði svo auðveldlega jafnað. Ég sá það einmitt einhvem tíma haft eftir skógarverði á Austurlandi að hann hefði það fyrir sið á vormorgnum að fara snemma á fætur og hlaupa stóran hring um skóginn. Eftir góðar gróðrarskúrir ilmi laufíð og börkurinn svo unaðslega að nánast áfengt megi teljast. Og jafnvel hefur heyrst að seyði af birkilaufí geti verið gott fyrir taugaveiklaða, og skal það ekki dregið í efa, ef álykta má út frá þeim góðu áhrifúm sem ilmurinn hefur á sálarlífið. Og birkið mun hafa ýmislegt til síns ágætis, fleira en bara þennan frábæra ilm, sem mörgum fmnst vera. Lyljafræðingar munu hafa rannsakað birkilaufið ítarlega um allnokkra hríð og er farið að nýta laufið í krem og ýmsar snyrtivörur. Einnig hafa menn notað birkisafa, sem safnað er úr trjánum, og mun jafnvel vera hægt að drekka hann einan og sér, einnig til að bragðbæta aðra drykki. Þá hefur fólk tíðkað það að gera sér te úr birkilaufi, og mun það vera þó nokkuð bragðsterkt, sem út úr því kemur. Sumir vilja meina að í því felist allnokkur hollusta, það sé líka bæði svita- og þvaglosandi. Einnig ku birkilauf hafa verið eitthvað notað til litunar. Líklega er birkitréð eina tréð, sem kalla má íslenskt og myndar skóg, þó ekki sé hann hávaxinn. Enda var einhvern tíma til brandari sem gekk út á spuminguna um hvað maður gerði ef maður villtist í íslenskum skógi. Og svarið var að þá stæði maður bara upp. Og varla má nefna birkið svo manni komi ekki í hug fjalldrapinn, og hefur þar áreiðanlega ekki minnst áhrif ljóðlínumar úr sönglaginu “Fram í heiðanna ró...“, sem eitt sinn var algengur rútusöngur, ef svo má segja, og víða var sunginn þegar fólk upphóf raust sína í góðra vina hópi. En þar segir eitthvað á þessa leið: Fram í heiðanna ró, fann ég bólstað og bjó, þar sem birkið og falldrapinn grær. Þar er vistin mér góð, aldrei heyrist þar hljóð, þar er himininn heiður og tœr. Þetta er reyndar sett hér á blað svona eftir því sem ég best man, og vona ég að þar sé ekki mjög vitlaust farið með, en Ijóðið sýnir vel hvað þessar tegundir hafa verið sterkur hluti af reynslu höfundarins af alsælu íslensks umhverfis, á þess bestu stundum. En þessar jurtir, birkið og ijalldrapinn, hafa gjaman verið nokkuð ofarlega í huga sumra skálda, og til er ljóð eftir Hannes Hafstein t.d., um íjalldrapann, og sem hefst á þessu erindi: Hann vex upp í hlíðum, við hóla og börð, viö hreinsvala blæinn, í ófrjórri jörð. Þótt ekki sé borin þar mykja í moldu, þá megnar hann sjálfur að breiðast um foldu. Fjalldrapinn er hálf kræklóttur runni og hef ég ekki heyrt að hann hafí verið notaður til lækninga, en hrísinn gjaman verið notaður til þess að gera sópa úr til þess að hreinsa moldargólfín með og kannski síðar Ijalagólfin, og fleira. Og þó fjalldrapinn sé stundum nefndur í sömu andrá og birkið, líklega einna helst í ljóðum, þá eiga þeir svo sem ekki ýkja margt sameiginlegt og er t.d. engan sérstakan ilm að finna af laufblöðum fjalldrapans. Hann má því teljast allnokkrum skrefum aftar í vinsældaröðinni hvað það varðar. En það eru nú ýmsar fleiri jurtir sem vaxa á okkar ísakalda landi sem taldar hafa verið til lækningajurta um langan aldur. Þar má kannski fyrst telja, hin frægu fjallagrös, sem mikið voru tínd á öldum áður, jafnvel enn í dag, og mikið hefur verið skrifað og ort um í gegnum tíðina. Þau eru mjög algeng á íslandi en finnast þó víðar, svo sem í Wales, Skotlandi og á Irlandi. Samkvæmt sumum heimildum voru fjallagrösin á íslandi m.a. soðin í blóðmör, möluð í mat, soðin eða hleypt í grasagraut. Framhald á bls. 473 436 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.