Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2007, Síða 20

Heima er bezt - 01.09.2007, Síða 20
orðnir fleygir og farnir úr hreiðrinu eru þeir auðþekktir frá fullorðna fuglinum vegna þess að litur þeirra er mun daufari. Um miðjan ágúst fara maríerlurnar að búa sig undir hina löngu ferð suður á bóginn til vetursetu. Þær hópa sig saman í stóra flokka og þá er kjarr kjörlendi þeirra. Nokkru síðar leggja hópamir af stað til Norðvestur-Afríku. í bókinni „Islenskir fuglar“ eftir Ævar Petersen, segir að þangað séu fuglarnir komnir í nóvember-desember. Ennfremur segir Ævar: „Maríuerlur ferðast mest um Bretland og Holland á ferðum sínum til og frá Islandi.“ Ovini maríuerlunnar em helst ránfuglar, kettir og tófur. A Islandi er maríuerlan friðuð og flestum fínnst hún augnayndi. Þegar greinarhöfundur var barn og átti heima í sveit, verpti maríuerla í torfvegg í hesthúsinu á bóndabænum. Hreiðrið var innanveggja og af þeim sökum var bannað að loka dyrunum á hesthúsinu, fuglinn þurfti að komast inn og út eftir þörfum. Mikil tilhlökkun fylgdi því þegar ungamir komu úr eggjunum. Oftast vou þeir fimm og því mikið á foreldrana lagt að afla viðurværis. Til að létta undir með þeim tíndu krakkarnir maðka og flóuðu mjólk til að gefa ungunum mjólkurskánina. Ekki man ég fyrir víst hvað ungarnir voru lengi í hreiðrinu en annar fuglinn var hjá ungunum meðan þeir voru nýskriðnir úr eggjunum, hitt foreldrið dró björg í bú. Þannig gekk í ein sex sumur og töldum við að þetta væri alltaf sama parið. Annað maríuerlupar verpti í vegg á fjárhúsunum sem stóðu ofar í túninu og eitt sumarið fundum við þriöja hreiðrið í vegg á kálgarði. Það er fremur líklegt að hreiðrin hafí afkomendur maríuerluhjónanna í hesthúsinu átt, en þau fundust einu eða tveimur árum eftir að maríuerluhjónin tóku sér bólfestu í hesthúsinu. Það var siður hjá krökkunum að fylgjast meó hreiðrunum og þegar fuglinn hafði verpt var vitað hvenær mátti búast við ungum. Eftir það hófust matargjafir til allra hreiðurbúanna. Það var skemmtilegt að fylgjast með ungunum þegar þeir byrjuðu að fíjúga. Fyrsta flugferðin var stutt en ótrúlega fljótt urðu ungarnir hraðfleygir og tístu glaðklakkalega. Fyrstu sólarhringana komu þeir í hreiðrið á kvöldin og foreldarnir héldu áfram að færa þeim mat en fljótlega urðu þeir sjálfbjarga. Þeir héldu sig í nágrenninu þar til að fuglamir fór til vetursetu suóur um höf. Heima er bezt óskar eftir fróðleík um eftirfarandi: 1. Vindmyllur, sem notaðar voru snemma á síðustu öld til þess að framleiða rafmagn á heimilum, líklega einna helst bændabýlum, og athöfnum þeim tengdum. 2. Það þegar sjónvarpið hélt innreið sína á heimilin, hvernig fólk upplifði það og hvaða væntingar það gerði sér til þess, þegar það var í vændum. 3. Þegar fyrsti bíllinn kom á heimlið og hverju hann breytti frá því sem áður var. 4. Ballferðum, bæði áður en bílar komu til og eftir það. 5. Rútuferðum, og svokölluðum rútusöngvum. Hvenær var helst sungið í rútunum og hvaða söngvar voru sungnir. Hvernig var stemmingin sem myndaðist í kringum rútusöngvana. 6. Almennum viðtölum við fólk, styttri og lengri, um ævi þess, störf og fyrri tíð. Ofangreint efni má ýmist senda skráð á blað, í tölvupósti heimaerbezt(a),simnet.is eða einfaldlega lesið inn á segulband, sem við svo skráum eftir. Myndir af höfundum og aðrar tengdar efninu, eru æskilegar ef til eru. Með viðtölum er eindregið óskað eftir myndum af viðkomandi, úr starfi, umhverfi og fjölskyldu, eftir því sem efni standa til. Heima er bezt, tímarit, Tunguhálsi 19, 110 Reykjavík. Sími 553 8200. 452 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.