Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2007, Qupperneq 17

Heima er bezt - 01.09.2007, Qupperneq 17
Geislavirkni Þar með uppgötvaði Becquerel áður óþekktan eiginleika efnis, geislavirknina. Hann virðist ekki sjálfur hafa fylgt uppgötvun sinni eftir, en starfsmenn á rannsóknastofu hans, hjónin Marie og Pierre Curie, tóku upp þráðinn. Þau efnagreindu bikblendi, sem er helsta náttúrleg uppspretta úrans, og komust að því að eftir að allt úran (og lítilræði af öðru frumefni, þóríni, sem síðar fannst og reyndist einnig geislavirkt) hafði verið unnið úr bikinu - en úranoxíð (U02) er um 80% þess - var megnið af geislavirkninni enn eftir. Árið 1898 einangruðu hjónin úr bikblendinu áður óþekkt geislavirkt efni, sem þau nefndu pólon eða pólonínum. Þau hugðust minna með þessu á ættland frúarinnar, Pólland, sem þá var bútað niður í héruð í Rússlandi, Prússlandi og Austurríki og hlaut ekki sjálfstæði fyrr en við lok fyrri heimsstyrjaldar. Fljótlega eftir það einangruðu þau annað geislavirkt efni úr bikinu, radín eða radíum, sem aflaði þeim meiri frægðar. Fyrir rannsóknir á geislavirkni deildu hjónin með Becquerel nóbelsverðlaunum í eðlisfræði árið 1903. Marie Curie hlaut auk þess nóbelsverðlaun í efnafræði 1911 fyrir rannsóknir á radíni. Þá var maður hennar fallinn frá, en hann lést af völdum bílslyss 1906. Pólon Geislavirkni kemur fram við það að atóm eins frumefnis ummyndast í annað eða önnur efni og lætur við það frá sér orku í formi efnisagna eða rafsegulbylgna. Pólon er fyrsta geislavirka frumefnið sem einangrað var eftir að uppgötvaður var þessi eiginleiki efna. Það er afar fágætt í náttúrunni. Hreint pólon er silfurgljáandi málmur. Efnið verður til í ákveönum ferlum við geislavirka sundrun úrans og er í náttúrunni einkum sótt í úrannámur, þar sem af því fást þó aðeins um 30 millígrömm úr 1000 tonnum af bikblendi. Af póloni þekkjast 25 samsætur (ísótóp), allar geislavirkar, og ummyndast flestar hratt í önnur frumefni. Við það geisla atómin frá sér alfaeindum eða helínkjömum, sem berast mjög skammt frá upprunanum, aðeins nokkra sentímetra í lofti og Henri Becquerel (1852—1908) Marie Curie, fædd Maria Sklodowska (1867-1934) komast ekki út úr veigalitlum ílátum, svo sem tilraunaglösum úr gleri, og ekki gegnum heila húð manns. En ef efnið berst inn í líkamann svo geislar þess komast inn í frumumar er það flestum efnum eitraðra. Við gerð kjarnorkusprengjunnar hófu Bandaríkjamenn framleiðslu á póloni, einkum samsætunni Po- 210, í kjarnakljúfum, en afurðirnar mældust í millígrömmum. Nú er talið að heimsframleiðslan á rannsóknastofum Pierre Curie (1859-1906) nemi um 100 grömmum á ári. Megnið er framleitt í Rússlandi og talsvert af því selt úr landi. Efnið er meðal annars notað sem orkugjafi í geimflaugum og -stöðvum. I nístingskulda tunglnóttanna hélt pólon- 210 til dæmis hita á sólarrafhlöðunum í fjarstýrðum vögnum, Lunokhod 1 og 2, sem Sovétmenn sendu til tungslins 1970 og 1973. Af öllu jarðbundnari notum má nefna að Ijósmyndarar geta keypt á frjálsum markaði bursta frá General Electric til að hreinsa linsur, með pólon-210 í hárunum sem eyðir stöðurafhleðslu („statísku rafmagni"). Þótt aðeins sé lítilræði af pólóni í þessum ryksópum ættu myndasmiðimir ekki að temja sér að sleikja þá fyrir notkun. Á hinn bóginn eru flestar viðteknar aðferðir til að stytta jarðvist hvimleiðra samferðamanna hagkvæmari og vænlegri til árangurs en að hamstra General Electric rykbursta, vinna úr þeim eitrið og ala tengdamömmu eða lífseigan höfund hagstæðrar erfðaskrár á því. Pólón er, eins og bent er á í fyrirsögn greinarinnar, eitur sérfræðinganna. Heima er bezt 449

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.