Heima er bezt - 01.09.2007, Side 21
Árni Helgason:
—=_yj.
Lárus Kjartansson
Byggðin fyririnnan Eskifjörð varalltaf
kölluð Kálkur. Þar voru fimm býli
eða jarðir. Þessar byggðir tilheyrðu
Reyðarfírði og einnig kirkjugarðurinn því
byggðin skiptist við Bleiksá. Því var sagt að
þeir sem létust færu til Reyðarfjarðar. Þetta
var talið einkennilegt að Eskifjörður skyldi
ekki eiga þessa byggð, enda kom það sér
oft illa fyrir þá sem þurftu þaðan að leita
atvinnu til Eskiþarðar, því á kreppuárunum
var barist um hvem bita og þótti mér oft
aumt að sjá þessa dugnaðarmenn og
sérstaklega ungu strákana, þurfa að hverfa
á braut þegar þeir ætluðu að fá vinnu við
uppskipun eða útskipun sem menn sóttu
í og þótti vel borguð þá. Eg öfundaði ekki
verkstjórana þegar þeir þurftu að velja úr
stómm hópi. Þá var fyrst tekinn einn úr
hverri fjölskyldu og ef pláss var, þá komu
nú fyrst erfiðleikamir. Eg vona að þessir
tímar komi ekki aftur, enda þessi byggð
nú í eyði og tilheyrir Eskifírði.
Fyrsti bær að sunnanverðu vom Borgir.
Þar bjuggu þá Friðrik Eyjólfsson og Lovísa
Jóhannsdóttir. Hún var frá Áreyjum ein
margra systkina. Böm þeirra vom þar og
hefí ég nefnt Jóhönnu, sem giftist Georg
bróður. Friðrik lést ungur og þá fóm Borgir
í eyði.
Láms Kjartansson, byggði sér nýbýli að
Byggðarholti sem hann nefndi, en það var
úr landi Eskiijarðarsels. Láms var giftur
Þorbjörgu systur Lovísu og vom þau hjónin
í kjallara Borgarhússins meðan þau gátu
ekki flutt inn að Byggðarholti.
Þorbjörg og Láms vom bamlaus en þau
tóku að sér böm og eins gamalmenni, sem
áttu þar gott skjól.
Láms var einn af mínum tryggustu og
óbrigðulustu vinum meðan hann lifði og
sama get ég sagt um konu hans. Hann var
um tíma á búgarði í Danmörku þar sem
hann nam og kom heim fullur af ffóðleik og
krafti til að takast á við verkefhi í dalnum
sínum.
Húsið í Byggðarholti var ekki stórt en
afar komust þar margir fyrir.
Láms var einn af stofnendum stúkunnar
Bjarkar og ötull starfsmaður hennar meðan
hún var við lýði. Við héldum meira að
segja stúkufund sólskinsbjartan vordag,
heima í túninu hans og þágum svo öll
veitingar á eftir.
Þau hjón hugsuðu mikið og lásu og alltaf
kom fyrst í hugann hvað gæti orðið landi
og þjóð til vegs.
Ég á mörg bréf ffá honum eftir að ég
kom hingað og tvisvar dvaldi hann hér
eftir að hann missti konu sína, sem hann
mat svo mikils, að töluð orð hennar vom
honum eins og aðrir eiga vottfesta samninga.
Mörgum Eskfírðingi hjálpaði svo Láms
í jarðyrkju.
Hann flutti út í bæ og afhenti uppeldissyni
sínum Vilberg, jörðina. Láms keypti hús
sem hann kallaði Mörk og þar dvaldi hann
sín síðustu ár. Til að hafa eitthvað fyrir
stafni tók hann að sér að bera út póst um
bæinn og það gerði hann af sömu alúð og
annað er hann kom nærri.
Ég saknaði mjög þeirra hjóna og minnist
þeirra ætíð með djúpri lotningu og gæti
sagt margt um okkar viðskipti sem öll vom
á einn veg.
Láms hafði fastmótaðar skoðanir
og kynnti sér öll mál vel áður en hann
hóf umræður um þau, rökfastur með
afbrigðum.
Hjá þeim hjónum vom oft farkennarar
fyrir sveitina og man ég sérstaklega effir
Jóhanni Bjömssyni í Seljateigi, sem var
afburða kennari og bjó sig vel undir hvem
tíma. Að heyra þá Láms ræða landsmálin
var sérstaklega ffóðlegt, en í bindindismálum
vom þeir sammála. Ég sótti mjög eftir þeim
kvöldum þegar þeir ræddust við.
Þorbjörg var bæði traust kona og skynsöm
og allan þann ffóðleik sem hún nam, mundi
hún og miðlaði öðmm og það brást heldur
ekki að þaó sem hún lagði til mála hitti
í mark, enda má segja að Láms bar svo
mikla virðingu fyrir konu sinni að um
dýrkun var að ræða. Hann vitnaði oft í
Þorbjörgu sína og það gat hann gert því
ekki brást það sem hún lagði til málanna
að það væri satt og rétt.
Ég man eftir um 4 gömlum konum, sem
höfðu skjól hjá þeim hjónum og var vel við
þær gert. Ef þau hefðu ekki tekið þær að
sér, veit ég ekki hvert þær hefðu lent, því
þá var ekki í mörg hús að venda.
Dreng tóku þau og gerðu að kjörbami,
Vilberg að nafhi og ólu hann vel upp. Hann
bjó seinna á Egilsstöðum og átti konu
og böm. Hann lést ungur ffá fjölskyldu
Heima er bezt 453