Heima er bezt - 01.09.2007, Side 33
Gullborg.
Þeir voru engin lömb að leika við, keppinautar hans. Allt
annálaðir dugnaðar og fískimenn á góðum bátum með úrvals
skipshafnir.
En Binni mætti glaður og reifur til vertíðar, staðráðinn
í því að láta ekki hlut sinn fyrr en í fulla hnefana. Þessi
veiðikeppni varð ákaflega hörð og tvísýn lengi. Það var
róið til austurs og vesturs, út og suður á yztu mið, inn undir
Sand og út á heimamiðin. Hvergi átti þorskurinn griðastað.
Vertíð þessari lauk á þann hátt, að enn varð Gullborgin
aflahæsti bátur í höfn, með 780 smáiestir miðað við slægðan
fisk með haus.
Hafi fyrrverandi fískikóngar Eyjanna heitið honum erfiðri
keppni 1955, voru heitstrengingar þeirra í byrjun vertíðar
árið 1956 öllu ákveðnari. Þá skyldi til skarar skríða, vanda
vel sóknina, leggja sig allan fram og sigra kappann frá Gröf
í heiðarlegri, drengilegri en harðri keppni.
Strax í byrjun vertíðar hófst þetta árlega íþróttamót
skipstjóranna. Það var sótt á yztu mið, þrátt fyrir oftlega
váleg veður, og teflt fram allri tækni og góðum tækjum.
Hvergi var slakað á í neinu, og afli bátanna jókst. Gullborg
tók forystuna, en hinir fylgdu fast eftir, og oft mátti vart
á milli sjá. Menn fóru að tala um að líklega ætlaði Binni
að verða hæstur, hann fiskaði daglega vel. En „þeir stóru“
komu líka með góðan afla. Hæstu bátarnir voru nú komnir
með um 700 smálestir. Munurinn á bátunum var lítill enn.
Svo fóru þeir í 800 smálestir, og jafnt og öruggt þokaðist
Gullborgin ofar, 870 smálestir. Já, seigur er Binni. Almenningur
var spenntur. Binni hlaut að sigra, hann var efstur. Og svo
komu vertíðarlokin, uppgjörið. Benóný á Gullborgu skilaði
hæstum afla ennþá! Fiskaði alls 953 smálestir. Hann hafði
enn sannað óvéfengjanlega hina miklu fiskimannshæfni sína.
Þetta var þriðja vertíðin í röð, sem hann skilaði tvöföldum
meðalafla Eyjabáta, og var hann krýndur aflakóngur Eyjanna
í þriðja sinn í röð.
Frá fyrstu tíð vélbátanna og fram til ársins 1957 ertalið, að
þrír formenn hafi orðið aflakóngar Eyjanna þrisvar úr röð,
einn þrisvar í röð og fimm sinnum úr röð og tveir þrisvar í
röð. Er þar af fullljóst, að tignarsessinn er mjög vandvarinn
frá ári til árs, og hörð og mikil keppni.
Arin 1906, 1912 og 1913 var Þorsteinn Jónsson í Laufási
aflakóngur Eyjanna, þekktur formaður og annáluð aflakló. Árin
1910, 1922 og 1923 var aflakóngur Sigurður Ingimundarson
í Skjaldbreið, einn af mestu fiskimönnum Eyjanna á sinni tíð.
Árin 1918, 1920 og 1926 skipar öndvegið Árni Þórarinsson frá
Oddsstöðum, siðar hafnsögumaður í Eyjum, þekktur aflamaður
sinnar tíðar. Árið 1943 verður aflakóngur Eyjanna Jóhann
Pálsson, skipstjóri á mb. Lagarfossi. Hafði hann verið í öðru
sæti árinu áður á sama báti, mikill og snjall fiskimaður. Árið
1944 varð Jóhann aftur aflakóngur og enn árið 1945. Þetta
þótti að vonum mikið afrek, og flaug hróður mb. Lagarfoss og
Jóhanns Pálssonar víða um íslenzkar verstöðvar. Árið 1946
skipti Jóhann um bát, og var þá með Dverg, mótorbát, sem
leigður var til Eyja. Þá var Jóhann í öðru sæti. Auðsjáanlega
hefur hann ekki kunnað vel þeim sessi, því næstu vertíð, þ.
e. 1947, skipti hann enn um bát og tók þá við mb. Jötni. Eftir
harða sókn og keppni lauk vertíð svo, að enn varð Jóhann
Pálsson aflakóngur og hafði þá setið í tignarstólnum fimm
sinnum á sjö árum. Þetta þótti bera órækan vott um afburða
fiskimannshæfni og dugnað. Árið 1950 kom nýr aflakóngur
til sögunnar, einn af fræknustu fiskimönnum Eyjanna. Það
var Oskar Eyjólfsson í Laugardal. Ekki lét hann þar við sitja,
Heima er bezt 465