Heima er bezt - 01.02.2009, Qupperneq 7
Foreldrar Skúla með Aðalbjörgu, systur föður
hans, áHúsavík.
var brött, sérlega frá Laugaveginum og niður á
Hverfisgötuna. Og á þessum tíma er náttúrulega
engin gata malbikuð. Það mátti heita að vagninn
hafi eiginlega dregið þá niður eftir. Einhverra hluta
vegna er þetta mér mjög eftirminnilegt, en ég er
þama 4ra ára eins og iyrr segir, vorið 1929.
Ég man að það var ekkert gengið frá húsgögnum
eða neinu í fýrstu og mun mér hafa fundist það
hálf skítt, nema það að hjónarúmið var sett inn
í svefnherbergið, og við liggjum svo í flatsæng í
stofunni, ég og pabbi, og að öllum líkindum Jón
bróðir minn, þó ég muni það ekki glöggt.
En morguninn eftir, þá er allt í einu kominn nýr
íbúi í húsið. Þá hafði móðir mín eignast dóttur
þessa nótt, Herdísi systur mína, sem er núna nýlega
látin, og það var þá ástæðan íýrir því að við lágum
allir í flatsæng á stofugólfinu, karlamir.
Ég var nú ekkert upprifinn yfir þessari nýju
fæðingu þama. Svo fluttu þau einhvem smá tíma
í bæinn afi og amma, en þá er hann enn að vina hjá Alliance.
Ég hef líklega þótt eitthvað fýrirferðarmikill, þama 4ra ára
guttinn, og er látinn flytja til afa míns og ömmu, sem þá bjuggu
á Ránargötunni, í kjallaraíbúð. Þar var þá komin náfrænka mína,
dóttir Þorbjargar, systur mömmu, þær vom tvíburasystur. Þessi
litla skotta, sem var eiginlega jafnaldra mín, var skírð eftir
ömmu sinni, og hét Vagnbjörg líka. Ég er þama líklega viku
eða tíu daga hjá gömlu hjónunum. Ekki man ég nú hvemig
mér líkaði vistin, en ég niinnist þess að við frændsystkinin
fórum eitt sinn í heimsókn til afa þar sem hann var við vinnu
sína hjá Alliance, og þar var hann að stjóma breiðslu á saltfíski.
Þama var gífurlega stórt stakkstæði sem notað var til þess. Þá
sá ég í fýrsta sinn hvemig vinnubrögðin vom við þá atvinnu
og varð mér þetta minnisstætt því þetta varð í eina skiptið
sem ég kynntist slíkum stakkstæðum og þeim vinnubrögðum
sem þeim fylgdu. Minningin er nú samt ekki vel ljós, enda ég
bara 4ra ára þegar þama er komið sögu, en ég á einmitt afmæli
þama um þetta leyti.
Ég hafði orðið fyrir því óláni að verða mér út um berklasmit
og ég minnist þess að móðir mín var að fara með mig reglulega
Foreldrar Skúla undir heysátu á
Landspítalatúninu, sumarið 1941.
í ljós, niður í hús Nathans og Olsen, þar
sem Reykjavíkurapótek var til húsa. Þar
vom svokölluð kolbogaljós sem notuð
vom til slíkra lækninga. Og þama vom
fleiri strákar í sömu erindagjörðum.
Eitt sinn þegar við mamma vomm að
koma úr einum þessara leiðangra í ljósin
og vomm að ganga upp Hverfísgötuna,
þá sá ég þar marga menn sem vom
að vinna við steypuvinnu. Og sú sýn
festist mér óvenjuvel í minni. Þar var
mikið trébretti, sem á var settur sandur
og sement, síðan vom sex menn hvom
megin að blanda saman sandi og sementi,
og síðan vatni. Síðan var híft upp i fötu
með gálga. Þama var þá verið að byggja
Þjóðleikhúsið sem síðar varð. Búið að
reisa veggina og eitthvað verið að ganga
frá efst. Mér þótti þetta svo merkilegt að
það situr eftir í minninu alla tíð síðan.
Byggingaframkvæmdir við húsið stöðvuðust svo í kreppunni
en síðar átti breski herinn eftir að taka það til sinna nota og
hafa þama geymslu öll stríðsárin.
Svo kom náttúrlega kreppan, en mér finnst að hún hafí lítið
verið farin að snerta okkur þama árið 1930, hún fer ekki að
hafa veruleg áhrif fýrr en 1931, hún er t.d. ekki farin að sýna
sig verulega þegar Alþingishátíðin er haldin.
Svo man ég vel eftir því, það var um haustið 1929, í myrkri,
þegar foreldrar mínir flytja inn að Sogabraut 16, í risið á því
húsi. Ég man vel eftir þessum flutningi, því ég sat aftur á
vömbílspalli með föður mínum. Mamma hefúr náttúrlega verið
inni í ekilshúsinu með ungabamið en pabbi með okkur strákana
uppi á palli, mig og bróður minn, sem þá var eins árs.
Þá var Sogamýrin talsvert út úr bænum, engir strætisvagnar
komnir þar eða neitt. Pabbi hjólaði alltaf í vinnuna. Hann var
þá að vinna hjá Kristjáni Sigurgeirssyni, sem var með hús á
mótum Smiðjustígs og Laugavegar. Hann var sögunarmeistari
og sagaði nánast allt sem til slíks féll og var eiginlega einn við
það. Svo tóku þeir við, sem settu húsgögnin saman, en þeir
vom á hæðinni fýrir ofan. Bólstraramir voru svo í útbyggingu.
Foreldrar Skúla, Helgi Jónsson
og Elísabet Magnúsdóttir. Lengst
til vinstri er Herdís Sigurðar-
dóttir, sem bjó í sama húsi og þau
á Grettisgötunni, með son sinn,
Jón Guðbergsson.
Heima er bezt 55