Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2009, Side 9

Heima er bezt - 01.02.2009, Side 9
nú eiginlega ekkert hvaðan á mig stóð veðrið, en hún hefur engar vöflur á, heldur drífur mig upp i vörubíl sem kominn var á svæðið. Ökumaður hans keyrir okkur svo alla leið suður í Reykjadal og stansar ekki fyrr en komið er að bæ sem Máskot hét, og kominn er í eyði í dag. Sá bær er alveg upp undir Másvatni. Þess má skjóta hér inn í til gamans, að ein þeirra systra ömmu minnar, var gift Jóni ffá Garði í Aðaldal. Aðalbjörg bjó líka þama á Húsavík, og var gift manni sem líka hét Jón, og var rafvirki þar við gömlu rafstöðina, þekktur maður og eiginlega eini rafvirkinn á Húsavík. Og það er sagt að þegar Herdís kom með afa minn og kynnti sem heitmann sinn fyrst fyrir Benedikt föður sínum, hafi hann sagt sem svo: „Kemur ekki einn helvítis Jóninn enn!“ Hún var þá þriðja dóttir hans sem giftist manni er hét Jón. Þótti gamla manninum þá orðið nokkuð mikið af Jónum komið inn í ættina. Ekki man ég mikið eftir bílferðinni sjálffi í Máskot en koman þangað er mér öllu minnisstæðari. Þar tók á móti okkur höföinglega, ffænka mín Kristín, gift Ara Sigurgeirssyni bónda, og ber fyrir mig, eftir að inn er komið, disk með einhverju í, sem ég áttaði mig ekki á við fyrstu sýn, hvað væri, eftir því sem amma mín sagði mér seinna. Eg mun hafa starað ofan í diskinn og þótt mjög skrýtið það sem þar bar fyrir augu. Þetta var þá grasagrautur með ábrystum. Þann mat haföi ég náttúrlega aldrei séð áður eða smakkað. Eg mun hafa spurt ffænku mína hissa, hvað þetta væri eiginlega, sem var í diskinum. Nú, mér var ætlað að fara lengra og við amma gengum áffam niður að bænum Víðum, sem er nokkuð ffá Máskoti og ekki sjáanlegur þaðan. Þar bjó Sigríður, afasystir mín, með sínum 8 bömum, en maður hennar haföi látist úr mislingum árið 1917. A milli Víða- og Más-landsins rennur lækur, en á honum er ágætis vað, sem við fómm yfir. Talsvert var af mógröftim í landi Víða. En þegar við komum að læknum, stendur á bakkanum hinum megin lágvaxin kona og er að bíða eftir okkur. Það var þá húsmóðirin í Víðum. En ég átti eftir að eiga nokkur sporin á hjá henni. Þar á bæ var bam, sem hafði komið með einni systurinni úr Reykjavík, stúlka, jafhaldra mín, sem Helga Helgadóttir hét, og haföi hún komið sumarið áður. Við urðum sem sagt leikfélagar þama um sumarið á milli þess sem við höfúm sjálfsagt verið notuð eitthvað til snúninga, eins og gengur. Það voru geitur á bænum, og í þeim hópi hafur einn mikill. Geitumar vom haföar í sérstökum kofa fyrir utan túngirðinguna, því það var ekki vel séð að þær væm að fara í túnið. En það var nú ekki gott að eiga við þær í því efni, því þær fóm yfirleitt það sem þeim sýndist. En þær gegndu þó alltaf Sigríði afasystur minni þegar hún kallaði á þær. Eg átti eftir að lenda í mörgum eltingarleiknum við þessar geitur. Það var talsvert mikið gil fyrir neðan bæinn, alveg þverhnípt að mér fannst, og sóttu geitumar nokkuð mikið niður í þetta gil. Og ekki verður það nú sagt um blessaðar geitumar, að þær hafi verið þægilegar til rekstrar. Ég er svo þama að Víðum um sumarið, en um haustið er ég svo sendur aftur til Húsavíkur, og síðan með Dettifossi til Reykjavíkur, og í fylgd sama brytans og áður. Þegar til Reykjavíkur kom sóttu foreldrar mínir mig niður á bryggju í leigubíl, og það þótti mér mjög merkileg reynsla, að fá að ferðast í leigubíl, því það haföi ég aldrei gert áður. í dvöl minni fyrir norðan haföi ég tileinkað mér hinn einkennandi norðlenska framburð, sem þar tíðkast, og var móður minni, sem var ffekar linmælt sjálf, mjög skemmt þegar hún heyrði mig tala með norðlenska framburðinum. Hló hún eiginlega alla leiðina heim í bílnum að ffamburði mínum. Þau bjuggu þá enn á Sogabletti 16, en faðir minn var að byggja hús sem staðsett var beint á móti Réttarholti, sem þar var. Húsið nefndi hann Hjalla og átti það eftir standa lengi þama. Það var fyrir ekki ýkja löngu, flutt í heilu lagi austur í sveitir, þar sem það er nú notað sem ferðaþjónustuhús. Það þótti svo vandað að byggingu að menn vildu nýta það áffam. Ég veikist aftur af berklunum og hélt ég því ffam að ég mætti ekki koma til Reykjavíkur, því þá yrði ég alltaf veikur. Ég fer þá að væla um það að fá að fara norður aftur, svo faðir minn hefur samband við móður sína, sem svo aftur hefur samband við mágkonu sína og úr verður að ég er sendur norður aftur. Það varð svolítið ævintýralegt ferðalag í þetta sinnið, því nú var farið suður og austur með landinu með Súðinni. Frænka mín, Anna, systurdóttir mömmu, fór líka, en hún átti að fara til Raufarhafhar. Tvær eldri stúlkur, sem voru líka að fara til Raufarhafnar, vom beðnar fyrir okkur. En þegar við vomm komin af stað þá urðu þær fljótlega býsna sjóveikar, svo það fór nú heldur lítið fyrir pössuninni. Við Anna, hinsvegar, sem emm sjö ára þama, vomm hin sprækustu. Vomm eins Heima er bezt 57

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.