Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2009, Síða 24

Heima er bezt - 01.02.2009, Síða 24
Vió höfum okkur stundir slytt, stöðugt borið malinn, og grqfið margan góðan pytt í gamla Flókadalinn. Einn af verkamönnunum, Gunnar Guðmundsson, varð þrítugur 15. ágúst og var að því tileíni haldið smávegis hóf heima á Sólgörðum. Þar flutti ég honum ljóð. Hafði unnið með honum áratug áður í Garðahreppi. Aratugi áttu þrjá að baki; ekki muntu í neinu tímahraki. Njóttu lengi lífsins, Gunnar minn. Leikþér meðan má, en gleym því eigi, að mörg er freistingin á lífsins vegi. Til hamingju með heilladaginn þinn! Eigðu góða endurminning eftirþennan fagnaðinn. Sœl var okkar sumarkynning, sem ogforðum, Gunnar minn. Áfengisdrykkja fannst mér vera um of, eins og ífá hefiir verið sagt: Líkjör svelgja, Icekkar sólin, launin félga ei par. Einatt velgjaýtar bólin eftir helgamar. Æskan þráir ölsins gleði, - eitthvað brennandi. Setur jafitvel sál að veði séþað „spennandi". Ulfar Bjömsson var búinn að eignast jeppabifheið, aðeins 17 ára. Hann ók með okkur hjónin að Lambanesi 30. ágúst: Vatnið jreyðir vegarkinn, vond er leið að fara. Akþó greiður, Ulfar minn; ei má skeiðið spara. Hér er svo vísa um einn af samverka- mönnunum við staurana. Maðurinn hitti kjóa, svo að hann drap hann, þá standandi á vörubílspalli. Maðurinn var nefndur Gamli Slimm: Ilans er Ittndin heldurgrimm, honum fátt mun óa. Þarna gat hann, Gamli Slimm, gert út af við kjóa. Eins og ffam hefur komið, vann Gísli P. Ólafsson með mér, en hann var gamall skólafélagi ffá Reykjaskóla í Hrútafirði. Gísli var ókvæntur og bamlaus alla ævi. Um hann orti ég vísu, sem mér er sagt, að margir kunni; Ekki getur eignast kvon, að honum setur kvíða; en góða metur gróðavon Gísli Pétur Ólafsson. Vinnu minni lauk hjá Sigfúsi Sigurðssyni föstudaginn 9. september. Þá var búið að reisa staurana en eftir að strengja á þá línumar, til að bera alla raforkuna um sveitina snjóþungu, en sumarfögm. Af mönnum Sigfúsar urðu eftir Jón Bjamason, Sigfús Ámason, Ulfar Bjömsson og ég. Hinir fóm norður í Svarfaðardal að byggja raflínu. Verkstjóri strengingaflokksins hét Hannes Hannesson, bóndasonur ffá Amkötlustöðum í Holtum, og samverkamenn hans vom úr Ámesþingi. Eg fékk vinnu meö þessum flokki og varð ég því mjög feginn. Eg hafði fulla þörf fyrir þessa vinnu. Ég fylgdi flokknum um sveitina og fannst vinnan léttari en við staurana. Vinnuflokkurinn fór ffá Sólgörðum þriðjudaginn 11. október með allt sitt hafúrtask. Ég tók svo allt til og lagfærði úti sem inni, og var það mikið verk. Allt fékk ég það greitt með bestu skilum. Þá var ég orðinn einn með fjölskylduna á Sólgörðum. Mér brá við þögnina, sem nú var um skeið, eftir að allt fólkið var á burt. Nóg var þó að gera. Sláturgerð og undirbúningur fyrir veturinn. Ég hafði unnið mér inn rúm 20 þúsund yfir sumarið, og mátti það teljast harla gott. Verkamenn þeir sem unnu undir stjóm Hannesar, vom sjö að tölu, og geymi ég þá alla í huga mér ekki síður en menn Sigfúsar. Ég orti um þá alla. Auðunn Bragi Sveinsson: Uti í högum Auðunn stóð einatt hér á verði. Saman bögum seggur hlóð; sýnastfögur þessi Ijóð. Dagbjartur Sigursteinsson: Vel hér dugar Dagbjartur dreng ei bugar vetur. Fámálugur, filhraustur, að flestu hugað getur. Hanncs Hannesson: Hannes tel ég heiöursmann; hann er vert að muna. Flestir Iqfa foringjann jýrir prúðmennskuna. Ingvar Guðfinnsson: Einatt hefur Ing\>ar sótt út á dýpstu miðin, og hvorki sparað þor né þrótt, þó að lengdist biðin. Jóhann Vilbergsson: Jói greiðir vírinn vel, vakur skeiðar móa. Hann til reiðar harðan tel, - hér um leiðir snjóa. Skúli Marteinsson: Einatt hefurýmsu slett út úr sínum gúli. Káturjajhan kveður létt Hveragerðis Skúli. Þessu svaraði Skúli þannig: Auðunn kveður Ijóð aflist, les þau upp og telur. Eina hending yrkirjýrst, - afganginum stelur. Sverrir Bjarnflnnsson: Sverrir slyngur segir grand, sá er þing I staurum. Hann ei þvingar hjónaband; - hann í glingrar aurum. Þessari samantekt er að Ijúka. Ég hef haft nokkurt yndi af að rilja upp þessa löngu liðnu tíð. Með kveðju til þeirra, sem eftir lifa af þessum vinnufélögum og þökk fyrir kynnin. 72 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.