Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2009, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.02.2009, Blaðsíða 33
SUMARIÐ ‘39 Vorið og sumarið 1939 er minnisstœtt ýmsum þeim sem þá voru komnir til vits og ára. Þá var sólskin og blíða og sunnan andvari nánast vorlangt norður í Húnaþingi. Það var dásamlegt vor. Snjóa leysti snemma úr JJöllum og hrísinn á HrútaJJarðarhálsinum varð fyrr grænn en elstu menn mundu. Hrísinn er samvaxin planta og myndar breiður, og það gat tekið í fyrir smávaxinn smala að vaða í gegnum hrísbreiðurnar þegar stugga þurfti við kindum. Mér hafði verið falið að gæta þess að æmar fæm sér ekki að voða á tjamarsvæðum beitilandsins, en þær sóttu í störina sem myndaði sef við tjamarbakkana og tók fyrr við sér á vorin en annar gróður. Þessi tjamargróður var bragðlaukum þeirra ómótstæðileg ffeisting, einkum á vorin þegar annar gróður var enn ekki risinn úr dvala. Störin spratt hratt á þessum blíðviðrisdögum og æmar hikuðu ekki við að vaða út í tjamarsefið ef færi gafst ffá vökulum augum smalans. En eitt sást þeim yfir, blessuðum, að sjálfur dauðinn bjó í freistingunni og beið færis að grípa þær heljartökum nánast jafhskjótt og þær létu til skarar skríða. Hlutverk smalans var að stugga þeim frá freistingum tjamarinnar jafnskjótt og hann yrði var við þær; og smalinn varð að hafa varann á. Sumar æmar vom útsjónarsamar og staðfastar í ætlan sinni og því mátti ekki soffia á verðinum. Það var sér í lagi ein tjöm, Langholtstjömin, sem var sumum þeirra öllum freistingum meiri; í henni var víðfeðmt og gróskumikið stararsvæði. Langholtið liggur ffá austri til vesturs og myndar einskonar skjólvegg fyrir norðanáttinni. A holtinu var hið ákjósanlegasta útsýni yfir tjörnina og nágrenni hennar. Sunnan í móti vom Bærinn á Stóra-Ósi eins og hann leit út sumarið 1939, byggður úr timbri, klœddur tjörupappa á vestur- og suðurhlið, en torfi hlaðið upp til einangrunar og skjóls á norður- og austurhlið. Sunnan undir bænum situr kaupakonan Fanney Daníels- dóttir, en upp við bæjarþilið stendur heimasœtan Sigurlaug Friðriksdóttir. sums staðar litlir gróðurhvammar þar sem gott var að setjast niður, tyggja græna gróðumálina og njóta hita og birtu sólar. Svo var það eitt sinn á sólríkum degi snemma í maímánuði þessa eftirminnilega vors, að smalanum varð á í messunni. Hann hafði orðið þreyttur af hlaupum heiman frá sér yfir keldur og hrísmóa og hugðist hvíla sig smástund í grænni laut sunnan í Langholtinu, lagðist þar niður og teygði úr sér, en áður en varði rann honum í brjóst og hann steinsofhaði. En æmar létu ekki að sér hæða. Það var eins og þær hefðu fúndið á sér að nú myndi smalinn sofha. Þær læddust meðffam hrísjaðrinum, vestan tjamarbakkans, og óðu án hiks út í sefið; úðuðu svo í sig mjúka og safaríka stararsprotana sem enn höfðu varla náð að stinga kolli upp úr vatninu. Það varð þeim þó skammvinn sæla. Smalatíkin, Dídó, kom skyndilega á vettvang með miklu írafári og gleðilátum, eins og vani hennar var þegar fundum hennar og smalans bar saman. Hún sleikti andlit hans, hljóp hringi í kringum hann og réði sér ekki fyrir kæti. Þegar smalinn reis upp við dogg og nuddaði stirur úr augum, hljóp hún stóra hringi með skottið í láréttri stöðu og rak upp bofs öðm hveiju. En nú fór smalanum ekki að lítast á blikuna. Við honum blasti að tvær kindur höfðu vaðið út í tjarnarstörina og vora í óða önn að háma í sig nýgæðinginn, en við lætin í tíkinni kom styggð að þeim og nú reyndu þær, hvað þær gátu, að komast upp á þurrt land, en þó þær væru ekki nema snertispöl frá tjamarbakkanum reyndist þeim það þrautin þyngri. Þær voru þungar á sér í vetrarreyfmu og óbomar, og áttu því óhægt um vik. Nú voru góð ráð dýr. Smalinn hugsaði Heima er bezt 81

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.