Heima er bezt - 01.02.2009, Qupperneq 21
Arið 1916 strandaði Goðafoss, skip
Eimskipafélags Islands, á
Straumriesi. Ibúar á Látrum og fleiri
Aðalvíkingar, björguðu áhöfn og
farþegum. Þótt langt sé um liðið,
sjást enn Ieifar af skipinu í fjörunni.
Nokkrir áhugasamir Aðalvíkingar
reistu minnismerki um skólann í
Aðalvík á aldarafmæli hans, árið
1999.
Fólkið sem reisti minnisvarða um Aðalvíkurskóla, voru,frá vinstri talið:
Friðrik Hermannsson, Þórunn Hermannsdóttir, Kristján Guðmundsson,
Hinrik Vagnsson og Matthildur Guðmundsdóttir. Lengst til hægri er Kjartan
T. Olafsson, sem kom þarna að sem ferðamaður.
börnin á Látrum. Þaðan var örstutt leið
niður að Melatjöm. Hún lá ofan við
Grjótoddann sem var kambur upp frá
fallegum og ljósum skeljasandi. Þegar
Bandaríkjaher tók grjótið sem fyllingarefni
í vegi og önnur mannvirki á ámnum 1954-
60, þá hvarf Melatjömin alveg og þar með
skautasvellið okkar. Það er um hálftíma
gangur yfir melinn og að Stakkadalsvatni
og hann er álíka breiður ffá sjó og fram
að vötnum. Flugbrautina á melnum bjó
herinn til og notaði meðan á byggingu
ratsjárstöðvarinnar stóð og hún er enn
nothæf.
Neðarlega á Naustabalanum voru
dysjar, sennilega yfir Fransmenn. Þegar
við vorum að leika okkur þama, sáum
við oft mannabein sem fokið hafði ofan
af. Við grófum þau aftur og settum grjót
ofan á.
Ef við höldum út brekkuna, komum
við að myndarlegasta húsinu á staðnum,
Vonarstjömunni. Húsið byggði Guðmundur
Sigurðsson snemma á liðinni öld. Síðar
missti hann það í erfiðleikum í útgerð
sinni og komst það þá í eigu Sameinuðu
verslananna á Isafirði. Þegar það fyrirtæki
fór á hausinn eignaðist húsið Amór
Kristjánsson, en hann rak þama verslun,
útgerð og fiskverkun. Mágamir Hannes
Sigurðsson og Sigurður Gíslason keyptu
Látra árið 3887 og þá byggði Sigurður
hús skammt utan við Vonarstjömuna og
nefndi það Brekkuhús. Það reif Gísli,
sonur hans, þegar hann varð símstjóri í
Bolungarvík, og endurbyggði þar.
Innri-Grænatótt er litlu utar. Þar fyrir
ofan byggði Guðmundur Rósi Bjamason
Steinhúsið og hóf þar búskap nýgiftur
árið 1934. Þá fluttu og foreldrar hans til
hans. Einnig bjó þar Kristín Jóhannesdóttir,
kennari frá Skáleyjum á Breiðafirði, mikill
snillingur í sinni grein.
Skammt fyrir ofan Steinhúsið var
Bamaskólinn. Hann var byggður árið
1899 af dugnaði og framsýni heima-
manna og gefmn hreppnum skuldlaus.
Grindina í húsið gaf Pálmi bóndi í Rekavik.
Allt annað efni í húsið var gefíð sem og
vinnan við smíðina.
Við ytri sjóinn bjuggu tvær fjölskyldui
og heimilisfeðumir vom Theódór Jónsson
og Hermann Jakobsson. Oft var líka fólk
í gömlu verbúðunum, þegar skortur var
á húsnæði. A Ytri-Grænutótt var gott
útsýni. Þaðan var horft til skipaferða á
Heima er bezt 69