Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2009, Síða 4

Heima er bezt - 01.02.2009, Síða 4
Guðjón Baldvinsson [5g| vM 1 Ágætu lesendur. Efað vantar varmaföng, vista- og heyjaforðann, þorradœgur þykja löng þegar hann blæs á norðan. Svo mun hafa kveðið Jón Guðmundsson prestur að Felli í Mýrdal, einhvem tíma á 18. öldinni, og sjálfsagt haft nærtæk dæmin. Þeir hafa án efa oft verið langir dagarnir á þorra undangenginna alda, þegar lítið var í búri og hlöðu og fátt til að hita upp híbýlin með. Vindur lagstur í norðanátt og kannski jafnvel stórhríðir dögum saman. Þegar þessir stafir eru á blað settir er þorrinn að ljúka sinni yfirferð, stutt orðið í þorraþrælinn, sem reyndar einnig hefur verið ort alkunnugt ljóð um, sem allir kunna og hefst á orðunum „Nú er frost á Fróni“, eftir Kristján Jónsson Fjallaskáld. Og þorrinn hefur eflaust verið landanum oft erfiður í skauti, þegar aðbúnaður allur var lakari en í dag þekkist og er nokkuð öruggt að ætla að okkur nútíma fólkinu sé það nánast ómögulegt að gera okkur í hugarlund þau kjör sem kaldur vetur bjó forfeðrum okkar oft á tíðum. Ef gluggað er í gamlar vísur má líka oft sjá þess vott að ekki var þorrinn fólkinu alltaf gleði- eða yndisauki. Ónefndur Skagstrendingur orti þannig um þorrann: Þorri hjó með þungri kló, þrotnar ró ogfriður. Hamast Góa heiftug nóg, hleður snjóum niður. Hríðin næðir norðanstœð, nístir skœð, hvað lifir. Stormur æðir, hlíð og hæð hjarnið brœðiryfir. Og annar ókunnur höfúndur sagði þetta: Þorri bjó oss þrautahaf þakti móa vetri. Ennþá snjóar allt í kaf ekki er góa betri. Stundum getur verið gaman og allt að því mannbætandi, að íhuga við hvaða kjör næstu forfeður okkar, afar, ömmur, langafar og langömmur, bjuggu við og gerðu sér gott úr. Ekki svo að skilja að þessi kjör þeirra séu eða eigi að vera eftirsóknarverð, heldur hitt, að frásagnir af þeim bera oft með sér lýsingu á þeirri þrautseigju sem búið hefur með íslensku þjóðinni um aldir, og sem hefur gert henni kleyft að „þreyja þorrann og góuna“, og gera hana að því sem hún er í dag, þrátt fyrir sitt fámenna samfélag og litla land. Fyrir um rúmlega hálfri öld síðan, gerði Sigurjón Jóhannsson frá Hlíð í Svarfaðardal, þetta einmitt hér á síðum Heima er bezt. I þessum samanburði sínum sagði hann m.a.: „ÍSLAND hefur klætt sig úr því gervi, er það var kennt af gegn um aldimar. Einangrun og kyrrstaða var ívafíð í þeim klæðum er mest bar á. En bylting 20. aldarinnar hefur valdið straumhvörfum. Nú, þegar öldin er hálfnuð, er það komið inn í hringiðu tækninnar og hraðans. Veldi einangrunarinnar hefur verið rofið. Saga bóndans og húsfreyjunnar í einveru afdalsins er orðin að óraunsærri þjóðsögu í hugarheimi nútíma íslendingsins. - Hraðinn og tæknin drottnar í öllum sínum margbreytilegu myndum og höfuðborgin okkar er glæsilegasta dæmið um hið nýja Island. En stundum getur það verið gaman og jafnvel nokkur hollusta í vissum skilningi að skyggnast í gömul blöð og kynna sér það er ísland hið gamla veitti bömum sínum. Við látum hugann líða frá deginum í dag, frá erli hans og ysi og næstum vélrænum athöfnum til liðanna áratuga, þegar afí og amma háðu sína lífsbaráttu. Við sjáum myndir birtast. - Amma stendur hálfbogin í hlóðaeldhúsinu sínu og blæs í hálfkulnaðar glæðumar. Glugginn er hulinn snjó og hrími og norðanhríðin lemur þekjuna. Afí kemur inn snjóugur frá hvirfli til ilja með vatnsfötur í hendi. Hann skefur af sér snjóinn með sjálfskeiðingnum sínum og það lætur hátt í moldargólfi eldhússins er hann stígur inn fyrir þröskuldinn, íslensku leðurskómir hans era gaddfrosnir. - Litli torfbærinn þeirra er lítið ríki út af fyrir sig, því einangrunin ríkir í öllum mætti sínum. Úti ríkir íslenskur vetur og hann er gírugur í að sýna mátt sinn. Hann þeytir mjallstrokum á gluggann, svo að föl dagskíman nær eigi að brjótast inn. Vikan líður og sú næsta tekur við, og bærinn þeirra, afa og ömmu, heldur álfam að vera lítill heimur út af fyrir sig, umsetinn íslensku vetrarríki, norðangarðurinn gerir heiftúðugar tilraunir til að smeygja kuldaloppu sinni milli stafs og hurðar - og oft má sjá þess merki að sú viðleitni hans hefur nokkum árangur borið, því foksnjó má stundum líta í ganginum og allt inn að baðstofudyram. Framhald á bls. 80.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.