Ný kynslóð - 01.10.1941, Side 8
Ný kjnslóð, okt. ’41
á inniskóm, rændur öllum svefni. Pað var sama hugs-
unin og þessi djúpu, alvarlegu augu, sem lýstu bæði
hryggð og bæn, sem fór ekki úr huga hans, hvern-
ig sem hann reyndi að leiða hugann að öðru efni.
Nei, þessi djúpu og soirgþrungnu augu störðu sífellt
á hann, hvert sem hann sneri sér. Þau störðu út
úr hverjum skugga. Þau störðu út úr sjálfri hóttinni.
Þau voru alls staðar. Það þýddi jafnvel ekki fyrir
hann að loka augunum. Hann fann þau samt stara
á sig.
Það var í dag.-------- — Aftur og aftur var hann
búinn að rifja þetta allt upp fyrir sér. — — —
Hann sat við skrifborðið í skrifstofunni. — Það voru
barin á dyrnar þrjú létt högg. —- Kom inn, sagði
hann. — Hurðin opnaðist. — Inn kom miðaldra, fá-
tæklega klæddur verkamaður, grannvaxinn, ofurlítið
álútur í herðum, horaður og kinnfiskasoginn i and-
liti. Hann var mæðulegur og áhyggjufullur á svip-
inn og virtist óstyrkur í framkomu.
— Góðan daginn, sagði gesturinn lágt og hógvært;
staðnæmdist úti við dyrnar og sneri snjáðum og upp-
lituðum hattinum milli handa sér í ráðleysi.
— Góðan daginn, sagði hann. — Hvað var það mað-
ur minn?
— Þér þekkið mig nú náttúrlega ekki, sem von er.
Það er langt síðan við vorum sveitungar fyrir aust-
an, hélt gesturinn áfram.
— Nei, ég kem yður nú ekki fyrir mig í svipinn.
— Viljið þér ekki fá yður sæti? sagði hann og benti
gestinum á stól hinum megin við borðið.
4