Ný kynslóð - 01.10.1941, Page 22
Okt. ’41, Ný kynslóð
— Hvar eru klæðin mín? — Hver hefir rænt
þeim? hrópaði hann. — Það getur ekki verið um
neinn mann að ræða. Hlustaðu á orð mín, jörð. Haf-
ir þú gleypt þau, læt ég eyða öllum gróðri þínum í
ríki mínu.
Hann hné örmagna til jarðar og grét. beisklega.
Hann spratt á fætur að nýju og ógnaði mánan-
um í reiði sinni.
— Lýstu betur, fyrirlitlegi næturlampinn þinn,
eða ég læt leggja musteri þitt í rústir.
En máninn virtist - all,s engan áhuga hafa á þvi
að hlýðnast boði hans. Hann hagaði sér eins og feim-
in ungmey og dró skýblæju fyrir ásjónu sína.
Regn tók að falla. Vatn draup af rykugum trján-
um og afskræmdi andlit hins nauðstadda mikilmennis.
Maurus konungur afréð í örvæntingu sinni að
halda til hallar sinnar og klæðast að nýju. Það myndi
valda hirðmönnum og' þjónum mikilli ónáð að sjá
drottnara sinn þannig á sig kominn. Eh honum hug-
kvæmdist brátt ráð við því: — Hann akvað að láta
hálshöggva alla, sem yrðu á leið hans til hallarinn-
ar, svo að þeir gætu ekki brugðizt honum.
En þessi von hans var næsta fánýt. Hann koon
að garðshliðinu luktu. Þó minntist hann þess gerla
að hafa falið lykilinn þar.
Það var ekki um annað að ræða en takast för á
hendur umhverfis borgina og fara inn um suður-
hliðið. En sú leið til hallarinnar lá chjákvæmilega
um ótal fjölfarin stræti.
Hann varð að hafa hraðan á til þess að komast
heim fyrir dögun. Honum hraus hugur við háðkvæð-
18