Ný kynslóð - 01.10.1941, Page 24

Ný kynslóð - 01.10.1941, Page 24
Ný kjnslóð, okt. ’41 — Eg er konungurinn. — Segðu heldur, að þú sért hirðfífl hans. — Þú mátt þakka fyrir, að ég er svo þreyttur, að ég nenni ekki að leggja hendur á þig. Maurus konungur hugðist nú að milda skap her- mannsins með blíðyrðum. Honum hafði verið tjáð, að það væri vænlegast til sigurs í viðskiptum við þá, sem lægra væru settir. — Hlustaðu á orð mín, hrausta h.etja hóf hann máls. — Þegar ég var að baöa mig í Níl í gær- kvöldi, var ég rændur klæðum mínum. — Eg sver þér þess dýran eið, að ég er Maurus konungur. — Þetta er fjarstæða og þvættingur, svaraði her- maðurinn. — Konungurinn sefur uppi í höllinni. Maurus hélt örmagna á braut og hugöist að leggja leið sína til lystihúss ástmeyjar sinnar úti í garðin- um. Þar ætlaði hann að reyna að fá einhver klæði, til þess að skýla nekt sinni. Hanum hrutu mörg beiskyrði af vörum. Hann myndi jafna borgina við jörðu, gereyða henni strax og hann hefði klæðzt skikkju að nýju. Skikkja? Var hún þá hið raunveru- lega tignarmerki hins volduga konungs? Var hann þá aðeins hálparvana og hrakinn vesaiingur, án klæða sinna og embættiseinkenna? Hann kom auga á Dim betlara. Hann var þegar kominn á vettvang og beið þess, að vínkráin yrði apnuð. — Lánaðu mér yfirhöfn þína, bað konungurinn, og auðmýktin fékkst ekki dulizt í r.ödd hans. Bettarinn leit hann smánarsjónum. — Við erum svo sem engin fyrirmenni, mælti hann fyrirlitlega. — Veðsettir þú klæði þín fyrir vínföng, eða hvað? 20

x

Ný kynslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kynslóð
https://timarit.is/publication/1866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.