Ný kynslóð - 01.10.1941, Blaðsíða 26

Ný kynslóð - 01.10.1941, Blaðsíða 26
Ný kynslóð, okt. ’41 um. Hví þegir þú? Og þarna ert þú, Niles. Ég reisti þig úr göturæsinu og hóf þig til virðingar. Ætlar þú að afneita mér? En hvorugur þeirra Kabuls og Niles þekktu kon- unginn. — Ö, þið vanþakklátu og hverflyndu þegnar, hróp- aði hann. — Hvar er húsmóðir ykkar? Hvar er Fior- illa? Hún mun þekkja mig. Er hann mælti þetta, bar kallara að. Á spjóts- oddi hans gat að líta kvenhöfuð. — Hér er Florilla, hrópaði hann. Það varð ekki um það villzt, að þetta var höfuð Florillu. Aldrei myndi hún framar líta konunginn augum. — Rödd hennar var hljóðnuð hinzta sinni. Höfuð hennar var nær hulið hinum ljósu, fagurliðuðu hárlokkum. Mannfjöldinn rak upp siguróp. — Hver hefur dirfzt að vinna slíkt ó/dæði? spurði konungurinn. Enginn virti hann svars. En forvitni hans varð brátt svalað. Kallarinn festi dauðadóm upp á garðs- hliðið. Innsigli ríkisins blasti við allra augum. Það varð ekki um það efazt, að verk þetta hafði verið unnið að lagaboði. Maurus konungur hneig niður örvita af ógn. — Ef til vill er ég alls ekki Maurus konungur, mælti hann. Mannfjöldinn óx ávallt. Riddarar cg hefðarfrúr komu til þess að líta Florillu augum hinzta sinni. Aldrei myndu henni verða sýnd ástarhót framar, aldrei verða öfunduð né elskuð. Dim betlara bar þar einnig að. Þeir, sem konungurinn hafði veitt auð og 22

x

Ný kynslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný kynslóð
https://timarit.is/publication/1866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.