Ný kynslóð - 01.10.1941, Qupperneq 33

Ný kynslóð - 01.10.1941, Qupperneq 33
Okt. ’41, Ný kyuslóð og óivænta siði, sem þeim h,afa borizt. Hættan, sem þjóðtungunni er búin, er hin geigvænlegasta. Fjöldi fólks leitar kynna við stríosmenn stórveldanna tveggja og mælir þá eigi ósjaldan á máli, sem sízt sæmii hinum norrænu arftökum. Ættjarðarljóð og söngvar um tign og fegurð íslenzkrar náttúru hafa mjög vik.- ið fyrir listsnauðum skrílvísum, sem bezt eiga heima á skuggalegum strætum og lítt virðuiegum skemmti- stöðum erlendra stórborga. Sorglega margir samland- ar vorir eru hættir að kunna að velja það, sem ís- lenzkt er af söngvum og ljóðum. — Leikur vart á tveim tungum að skjótra og góðra aðgerða er fyllsta þörf, ef vígi íslenzks málstaðar skulu varin. ■k Einhverjir kunna að halda því fram, að það sé hlutverk skólanna og menntamannanna að vernda mál vort og menning. Pví skal heldur ekki móti mælt, að hlutur þessara aðila á að vera mikill í þessum efnum. Stærstar kröfur skulu óneitanlega tii þeirra gerðar. En þeir, sem ganga stóra áfanga á mennta- brautinni, eru næsta lítill hluti þjóðarinnar. Til þess að þjóðtunga verði vernduð verður þjóðin öll að ljá þátttöku sína. Pað voru ekki íslenzkir skóla- nemendur, sem varðveittu hið norræna mál og firrtu það illum eriendum áhrifum,, er þvi var mest hætta búin. — Pað var alþýða landsins öll við sjó og í sveit. Páttur menntamannanna var raunar mikill og góður. Peir höfðu forustuna á höndum. En herfor- ingjarnir leiða enga styrjöld til sigurlykta, ef hinna óbreyttu liðsmanna nýtur ekki við. — íslenzkan yrði innan skamms dautt mál, ef lögð væri áherzla á að 29

x

Ný kynslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kynslóð
https://timarit.is/publication/1866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.