Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Blaðsíða 15

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Blaðsíða 15
15 I I ri í öðrum bekk gerðist Hrafn fljott að- sópsmikill og duldist engum, að her var leiðtogi mikill upp risinn. Snemma tók hann að tala á málfundum, og er það mál manna, að þegar Hrafn tali, sé sem þrumur og eldmgar fari um salinn og þakið leiki á reiðiskjálfi. Er nú svo komið, að þegar Hrafn hefur upp raust sína9 falla tugir ungra meyja í yfirlið. Hefur honum helzt verið líkt við Demosþenes hinn grízkae Helzta umræðuefni Hrafns ecu bindindismál og álíta sumir, að aldrei hafi verið uppi snjaHari bindindispostuli en Hrafn. Hrafri er maður fróður vel og stafar það af þvís að hann er læs. Hann UNDANFARIÐ hefur mikið borið á náunga eiaum, Hrafni Magnússyni, og þar sem við ger um ráð fyrir, að marga fýsi að vita eitthvað um kappann, ætlum við að minnast nokkuð á helztu atriði í ævi hans. Hrafn er fæddur hinn 14. ágúst 1943. Snenrma sáu menn, að hér var fríður maður og föngulegur á ferð og eigi við alþýðu skap. Hélt hann kjafti alla tíð í vöggu og bleytti eigi buxur nema á stórhátíðum. Þotti sveinninn snemma dafna ört og gildna að sama skapi, bæði á langveg' og þverveg. Um glæpamennsku og hryðju- verk Hrafns í bernsku er lítið vitað, og óprenthæft það litla, sem vitað er. Hrafn lagði snemma stund á galdra og forneskju, og aðspurður kveðst hann enn nota galdra- stafina ÞÓrshamar og Angur - gapa.til þess að afla sér vinsælda. Einnig nam Hrafn heimspeki og dul- speki, en vill lítið láta uppi um kunnattu sína í þeim efnum. Þo hefur hann látið oss í té þaer upplýsingar, að það hafi veri'o aann, en ekki Einstein, sem kom fyrstur manna fram með kenninguna um göngu sólarinnar í kringum 5. tungl júpiters. Þegar Hrafn ver á þrettánda ári tók hann undir sig gríðariegt stökk, fór í mútur og hóf nám í epplakassa þeim, er "Gaggó Aust" nefnist. { fyrsta 'bekk lét Hrafn lítið á sér kræla, en stundaði nám sitt af því meira kappi. Þó komust menn ekki hjá því að sjá, hve glæsilegur og jakalegur Hrafn var, enda heilluðust allar stelpur af honum.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.