Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Blaðsíða 22

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Blaðsíða 22
22 - ÞANKABROT UM LEIKFIMI "Áfram gakk, einn - tveir - einn - tveir - einn - tveir------------staðar nem, einn - tveir. " Gráhærður maður með grátt nef, í grárri peysu og gráum skóm -- semsé Vignir Andrésson leikfimikennari er að hugsa um að tala við okkur striplingana. ( Það er svo voða sjaldan, sem hann segir nokkurt orð. ) "Þið getið bara aldrei verið eins og þið eigið að vera --■------------------ Ég er samstundis svifinn upp í draumaskýin á meðan Vignir er að tala. Vignir, ja það er nu merkilegur maður. Fyrir skömmu var hann að kenna nokkrum strákum leikfimi. Eftir að kempurnar höfðu teygt sig og beygt eins og brjálaðir menn nokkra stund, hrópar Vignir skyndilega : "Standið í réttstöðu. " Margir kapparnir voru teknir að lýjast mjög og voru ekki mjög árennilegir tilsýndum. Þá hrópar Vignir aftur : "Standið nú ekki alveg eins og fyrrverandi bóksalar. . . " Ha-ha-ha. -----------------------------------aðalatriðið er að vera eðlilegur. " Vignir er hættur að tala, og ég stekk niður úr draumaskýinu. Við eigum að fara að hlaupa---------------------. Við erum komnir á mitt gólfið, og nú á að æfa nýja æfingu, einhvers konar fuglabisniss í höggmyndastíl og hugurinn reikar aftur upp í skýin ---------------------- Hvaða rétt hefur leikfimin á sér í gagnfræðaskóla? Leikfimin er að vísu mjög holl fyrir líkamann og í rauninni bráðnauðsynleg til að hressa upp á mannskapinn, en hvað er eiginlega verið að gera með prof í leikfimi? Við verðum alveg jafnt Atlas-byggðir eða vanskapaðir, þó að prófdómari segi, að við fáum 2 eða 7. Svo eru allar þessar fagurfræði- legu æfingar. Leikfimin er aðeins til þess að lífga og hressa upp kúrist- ana og afspenna galgopana. Við erum látnir æfa æfingu, sem líkist mest samblandi af ballet og kríu-flugi. Úr þessu verður geysi-stórbrotin högg- mynd, og svo er okkur skipað að æfa þetta heima--------------------- --------------------- "Ætlarðu að standa svona í allan dag?" Það er Vignir að öskra og ég svíf í hendingskasti niður úr skýjunum. Ég var einmitt að æfa stellinguna, sem ég lýsti áðan, en eins og höggmynda er vani, gleymdi ég mer alveg og stóð í sömu fuglabisnissstellingunni í heldur langan tíma. "Að rimunum," öskrar Vignir, og við röltum á okkar stað eins og beljur á bás. Vignir hrópar: "Snúið ykkur að rimunum. Farið nú í mótvinkilhangandiarmbeygju. " Við hoppum í réttstöðu, og ég er kominn upp í skýin----------------------- Mikið fádæma, skelfing og ósköp er nú Vignir mikill bókmennta- frömuður. Þetta djúpskyggna nýyrði, mótvinkilhangandiarmbeygja, er svo glæsilegur skerfur til bókmenntanna, að það er stórfurðulegt, hvað sænska akademían ætlar oft að ganga fram hjá Vigni með NÓbelsverðlaunin. --------------tíminn líður og við teygjum okkur og beygjum, fettum og brettum alveg miskunnarlaust. Hver æfing eykur "sportbrjálæðið" í manni. Við finnum svo greinilega, hvernig 49. vöðvi talið að ofan er að styrkjast. Sólon.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.