Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Blaðsíða 7

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Blaðsíða 7
MÁLFUNDUR - 7 ánægjulegt, að nemendur skrifuðu um felagslífið í skólanum, bentu þá á helztu vankanta, og kæmu um leið með tillögur til urbóta, því að auðvitað þýðir ekkert að deila á hluti, ef ekki eru tillögur til urböta fyrir hendi. Það sjónarmið, að ritstýrendur einir eigi að skrifa í blaðið, kom berlega fram, þegar hafizt var handa við undir- búning þessa blaðs. Skal það hér tekið fram í eitt skipti fyrir öll, til að firra misskilningi, að þessi hugsunarháttur er alrangur. BLYSIÐ er málgagn nemenda- félagsins, og þess vegna eiga allir nem- endur skólans jafnan rétt til að skrifa í það. Ef hins vegar nemendur telja sig ekki færa um að skrifa í blaðið, hlýtur þessi veigamikla spurning að vakna til lífsins : Hvar eru þessir unglingar stadd- ir, þegar ut í lífið er komið ? Má segja, að hér rætist sannleiksgildi spakmælisins, að ”hæst bylur í tómri tunnu", því að allir vilja fá skólablað, en enginn fæst til að skrifa í það. Eins og áður er sagt, er hér ekki um getuleysi að ræða, sem betur fer, heldur vanmáttarkennd. Þess vegna er um að gera að ryðja öVLum slíkum hleypidómum ur vegi. Máltækið segir "margt smátt gerir eitt stórt", og ef við tökum öll höndum saman um að efla BLYSIÐ, þá eflum við um leið félags- lífið og vinnum um leið skólanum og ekki sízt sjálfum okkur ómetanlegt gagn. SEINT FYLLAST SÁLIR PRESTANNA Hvernig í ósköpunum stendur á því, að nemendur þessa skóla geta aldrei van- ið sig af þeim leiða ósóma, að mæta alltaf hálftima eftir auglýstan tíma, þegar haldnar eru dansæfingar eða málfundir ? Það sem af er vetrar hafa dansæfingar aldrei hafizt fvrr en klukkan hálf níu. Það virðist sem sumir í þessum skóla eigi ómögulegt með að skilja, hvað felst í þessu algenga nafn- orði stundvísi. Þessar stundvísihvatningar eru orðnar svo klassxskar, að hætt er við að nemendur séu farnir að skella skollaeyrum við þeim. Eigi að síður ætlar BLYSIÐ að gera enn eina tilraun til að brýna íyrir mönnum, að mæta stundvíslega á allar skemmtanir nemendafélagsins. ÞÓ að seint fyllist sálir prestanna, er góð vísa aidrei of oft kveðin. Stórmerkilegur málfundur var hald- inn í lok nóvember. Til umræðu voru tvö málefni : "Tízkan og kvenþjóðin" og "fslenzk æska fyrr og nú". Þegar í upp- hafi fundarins hófu frægir málfundaber- serkir, eins og t. d. Hrafn Magnusson 3. -Z og Tryggvi Karlsson 3. -L, kröft- ugar árásir á kvenfatatízkuna. Lék sal- urinn á reiði skjálfi, þegar Hrafn sté í pontu; kvað hann hina svokölluðu poka- tízku ferlega, og átti ekki nógu sterk orð til að lýsa frati sínu á smekkleysi kvenþjóðarinnar. Tryggvi tók í sama streng, og kvað pokatízkuna það hræmu- legasta fyrirbrigði, sem komið hefði fram á tízkuhimninum frá ómunatíð. En ekki lét hið veikara kyn lengi við svo búið standa. Sté nú á stokk mál- svari kvenkynsins og um leið pokatízk- unnar, yngismær gullinhærð og minnti helzt á LÓrelei hina þýzku; hér var komin Elísabet Guttormsdóttir 3. -L. FÓr hún ófögrum orðum um hin dæma- fáu apakattarlæti þeirra ræðumanna karlkyns, er lýst höfðu vanþóknun sinni á pokatízkunni. Flutti hún skörulega varnarræðu og hurfu kempurnar Tryggvi og Hrafn algjörlega í skuggann. Var ræðu hennar vel fagnað af fundarheimi. Geisaði nú mælskan á pallinum ; var þar margt spaugilegt sagt, sérlega féllu brandarar Hrafns í góðan jarðveg. Sýndi hann meðal annars dæmi um það, hvernig tízkan væri í Barcelona og Addis Abeba um þessar mundir. Annar aðalmálsvari kvenþjóðarinnar, ung og fersk snót úr I. bekk, hratt öllum ádeil- um karlkynsins með skeleggri ræðu, sem hún reisti á þeirri hávísindalegu staðreynd, að Eva hefði verið sköpuð á eftir Adam og væri af þeim sökum end- urbætt útgáfa af honum. Þetta þoldi karlþjóðin ekki, og gerðust sumir ræðu- menn all hvassyrtir 'í tali. Gaf þetta Hrafni málfundanefndarformanni ástæðu til að þruma yíir salinn og brýna fyrir mönnum að gæta hófs og stillingar og láta eigi æsinginn hlaupa með sig í gönur, ella yrði fundi slitið. Sveinbjörn nokkur Rafnsson, þekkt mál- fundakempa síðan í fyrra, birtist þá á pallinum og lagði til, að fundurinn yrði límdur saman aftur og að menn héldu áfram að rökræða hvassyrðislega.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.