Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Blaðsíða 13
/
Y I Ð T A L
VIÐ TVÆR YNGISME Y JAR
Ver vöknum með andfælum er skóla-
bjallan, þessi mikli friðarspillir, hringir
ákaft. Þetta er að mánudegi til, - x
fyrsta tímanum til að vera alveg ná-
kvæmur. Þar eð vér erum þeirrar sælu
aðnjótandi að hafa dráttlist í fyrstu tveim
tímunum, fáum vér oss fegurðarblund
á bak við skólaborðið. Skólaborðin í
teiknistofunni eru nefnilega þeim dásam-
lega eiginleika gædd, að hægt er að reisa
borðplötuna lóðrétt í loft upp. En semsé,
nu er það skólabjallan, sem truflar svefn
vorn, og hrindir oss miskunnarlaust nið-
ur ur draumskýjunum. Vér reynum að
taka glamri hennar með jafnaðargeði og
kristilegri þolinmæði og verðum að láta
oss lynda að flýja sem kvikfénaður undan
óvægnum prikum gangainspektoranna.
Ver klöngrumst ofan stigann og röltum
síðan sem leið liggur ut í bás, en það
er mjög vinsæll staður til að eyða frí-
mínutunum. Sjáum vér þá oss til hugar-
hrellis, að allir básar eru uppteknir.
Eru það ungpíur ur 2.bekk, sem fyllt
hafa alla básana. En blaðamenn frá jafn
merku blaði og Blysinu, deyja ekki ráða-
lausir, nei, ekki aldeilis. Vér göngum
einfaldlega til tveggja jómfrónna og
brjótum upp á umræðuefninu. Þær setja
upp sitt blíðasta og breiðasta bros.
"Vér erum blaðamenn frá Blysinu í
efnisleit", segjum vér fyrirmannlega,
eins og blaðamönnum frá Blysinu sæmir
bezt. "Mættum vér fyrst spyrja ung-
frurnar að heiti?" Þær verða eins og
tvö uppljómuð spurningamerki ; svo
kemur svarið; Guðrun Sveinsdóttir og
Finnsdóttir. "Erindi vort", höldum vér
áfram, "er að grennslast eftir því,
hvern hug nemendur beri til nemendafé-
lagsinsj vér viljum bera upp þessa
spurningu: Hvert er álit þitt á starfi
Nemendafélags G. A. , og með hvaða hætti
telur þu, að félagslífið í skólanum verði
helzt aukið?"
Eftir að vér höfum þrílesið spurn-
inguna, átta þær sig loks á innihaldi
hennar. Guðrúnu I. finnst félagslífið
ágætt, en hins vegar finnst Guðrunu II.
það mega vera miklu betra. í sviga
skal þess lauslega getið, að Guðrún I.
er þessi Ijóshærða í rauðu duggarapeys-
unni, en Guðrún II. er sú dökkhærða í
bláu treyjunni. Báðar eru þær í 2. -B.
"Okkur finnst, að hljómsveitir á
dansæfingum gætu verið betri, og okkur
finnst líka, að I. bekkingar ættu að vera
einir um dansæfingar, en ekki með eldri
bekkjardeildunum. " "Strákarnir í I.
bekk fara bara í stórfiskaleik", segir
Guðrún I. ,"en auðvitað læturðu það ekki
í blaðið. " Vér lofum því.
"Svo væri gaman, ef haldið yrði
"Hlöðuball" ", segir Guðrún II., og
Guðrún I. samþykkir það mjög ákaft.
Ver, sem erum svo yfirnáttúrlegs fá-
fróð, að þekkja eigi slíka tegund dans-
leikja, spyrjum : "Ha, hvað er nú það ?"
Þær útskýra það fyrir oss. -
"JÚ, það er svona þú veizt, það koma
allir í gallabuxum, og svo er líka hey,
þú veizt. ..." Já, nú vitum vér það.
"Líka væri mjög gaman að fá fleiri
kvikmyndasýningar og kannski spila-
kvöld svona við og við. Við lýsum ein-
dregið ánægju okkar yfir hljómskífu-
flutningnum í frímínútunum, og. . . . . "
Því miður kom ekkert fyrir aftan
þetta og, því að nú var klukkað inn.
Þv'í þökkum vér hæversklega fyrir sam-
talið, að blaðamanna sið. En þær virð-
ast ekki á því, að láta oss sleppa;
"ÞÚ birtir ekki nöfnin okkar í blaðinu,
er það?"
Auðvitað gerum vér það ekki.
DANSKA ú 3. - X :
Ungfrú Ottesen ( les ) : Ekström
pudsede sin næse.
( °g þýðir ) :
Ekström fægði á sér nefið.