Heimili og skóli - 01.02.1946, Blaðsíða 6

Heimili og skóli - 01.02.1946, Blaðsíða 6
2 HEIMILI OG SKÓLI Og hvers skyldi mannkynið þarfn- así meir? * Flugvöllur blasir við glugganum mínum. Dag eftir dag öll stríðsárin sá ég sprengjuflugvélar og aðrar hernað- arflugvélar koma og fara, og stundum var hætta á ferð og dauðinn birtist á snöggu augabragði. En ég sá líka á vorin farfuglana koma, og þrestirnir settust ;áj hríslurnar í garðinum mín- um ,og ég vaknaði við kvak þeirra á hverjum morgni. Hversu ólíkt var þeim farið og mönnunum. Fögnuður yfir lífinu og allt eins og áður, en bölvun stríðsins yfir mönnunum. Lít- ið til fuglanna í loftinu, hugsaði ég oft, lærið af þeim. Og stundum varð mér það ósjálfrátt á að breyta orðum frelsarans og segja: Eru þeir ekki miklu fremri en þér? Mér fannst sem heimur fuglanna væri miklu betri en mannanna og horfði með lotningu til lóunnar í mýrinni, er söng: Dýrðin, dýrðin. Og spóinn og stelkurinn, hrossagaukurinn og óð’nshaninn — allt voru þetta tignir gestir, sem mik- ið mátti læra af og boðuðu frið á jörð. ❖ Eitt vorið tóku þrastahjón að virða fyrir sér nákvæmlega þvottastaurinn og járnplötuna litlu ofan á honum. Síðan sóttu þau strá, sveigðu með nefinu haglega og festu ofan á og fóðr- uðu innan grasi, og eftir ótrúlega stuttan tíma var þarna komið allra snotrasta hreiður. Innan skamms lágu þar kyrfilega fjögur smáegg, dröfnótt. Við sáum þau ekki nema sjaldan, því að þrastamömmu þótti ósköp vænt um þau og kúrði á þeim mestallan daginn, en þrastapabbi færði henni matinn og hvíldi hana stöku sinnum. Þetta var undraverð móðurást og þrautseigja. Einn daginn voru fjórir ungar í hreiðrinu, örsmáir og ósjálf- bjarga, en lystargóðir, svo að pabbi og mamma urðu að vera á þönum all- an daginn að sækja þeim eitthvað í gogginn og þrifa hreiðrið. Þeir uxu dagvöxtum. Oft var svo hvasst, að við kviðum því, að hreiðrið fyki þá og þegar. Stormurinn stóð beint í það, hvein og hamaðist. En það féll ekki, þ\ í að það var vel byggt — óskiljan- lega vel. Ekki eitt einasta strá losnaði, hvað sem á gekk. Loks voru ungarnir orðnir svo stórir, að hreiðrið tók þá ekki. Þeir urðu að stíga upp á barm- inn og halda sér þar dauðahaldi og vega salt, unz vindurinn hafði betur og feykti þeim hverjum á fætur öðr- um ofan á blettinn og eins og fjaðra- foki inn í runnana. Þá tók við þyngsta baráttan fyrir foreldrana, að hafa hemil á þeim og verja þá fyrir kisu, sem starði á þá logandi glyrnum og tók undir sig stökk til þess að hremma þá. Aldrei hef ég séð meira hugrekki né fórnfýsi en vörn foreldranna þá. Hvað eftir annað renndu þau sér fyrir kisu með úfnum fjöðrum og emjandi og unnu sigur. Og litlu hnoðrarnir lærðu smám saman líka að beita vængjunum og forða sér. Ef menn- irnir gegndu jafn trúlega skyldum sínum og af jafnmikilli þrautseigju — hvílíkt yrði þá mannlífið. * Þegar ég skrifa þessar línur, er nóvember að líða á enda. Enn sé ésr daglega blika á vængi lóuhópa í loft- inu. Þær eru margar þúsundir saman.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.