Heimili og skóli - 01.02.1946, Blaðsíða 8
4
HEIMILI OG SKÖLI
HANNES J. MAGNÚSSON:
Egill Þorláksson
sextugur
„Sælir eru hógværir,
því að þeir munu landið ería.“
Ætíð koma mér í hug þessi
spekiorð Fjallræðunnar, þegar
Egill Þórláksson kennari verður á
leið minni. Og ef það er hógværð-
in, sem reynist þyngst á metunum,
þegar þeim arfi verður úthlutað,
mun Egill vissulega standa þar
nærri að fá ríflegan arfshlut. En
með því að hann er-allra manna
ólíklegastur t’l að hyggja á land-
vinninga, hvort sem það er nú á
himni eða jörðu, skal ekki frekar
rætt um það. Og nú er hann að
verða sextugur þessi hógværi og
hjartahlýi maður, eða nánar til-
tekið hinn 6. marz næstkomandi.
Og þó að heimurinn liafi orðið
hávaðasamari og hofmóðugri með
hverjum liðnum áratug, hefur
Agli þó tekizt að lifa þessi 60 ár,
án þess að reka olnbogann í nokk-
urn af samferðamönnum sínum,
og ekkert hefur verið honum fjær
skapi en að auglýsa verðleika sína og
taka þátt í því kapphlaupi um völd og
mannvirð’ngar, sein svo mjög hefur
einkennt síðustu árautgi. Hann hefur
verið maður þagnarinnar, sem vinnur
af innri þörf og ást á hlutverkum sín-
um, og mér er nær að halda, að hon-
um sé það kærkomnari gjöf að fá
bros og h'lýtt handtak frá
barni lieldur en riddarakross,
jafn\el þótt hann væri með stjörnu.
Egill er Þ ngeyingur að ætt. fæddur
að Þóroddsstað í Kaldakinn 6. marz
árið 1886. Foreldrar hans voru Ný-
björg jónsdóttir og Þórlákur Stefáns-
son, er síðast bjuggu á ísólfsstöðum á
Tjörnesi. Þar andaðist Þórlákur faðir
þakklátt
litlu