Heimili og skóli - 01.02.1946, Blaðsíða 22
18
HEIMILI OG SKÓLI
vandvirknin ein skapað eldri bréfun-
um þann blæ, er þau hafa. Maður get-
ur víða ekki varizt því að hugsa, að
málfarið sé ósjálfrátt endurkast af því,
að hafa lilýtt á upplestur fornrita og
þjóðsagna, án þess þó að um sundur-
gerð 'eða eftiröpun sé að ræða. En víst
er það, að hrynjandin í máli, sem vel
er lesið upphátt, nær ólíkt fastari tök-
um á þeim, sem á hlýða en þá er þeir
lesa hið sarna með sjálfum sér. Er það
sambærilegt við það, að brageyra óval-
inna manna æf'st svo, að ekki skeikar,
við að heyra ljóð luifð yfir að stað-
aldri. Mætti því óhætt leggja meiri
áherzlu en víða er gert við móðurmáls-
kennslu í barna- og unglingaskólum á
upplestur úrvalsrita að málfæri — og
vel er það ráðið, að tekið var að lesa
fornrit okkar að staðaldri upp í út-
varpið.
Að sjálfsögðu verður að viðurkenna,
að dómsályktun sú, sem dregin var
með þessum samanburði, er hvorki
óvefengjanleg né algild, þegar af
þeirri ástæðu, að samanburðurinn tek-
ur ekki yfir nema mjög takmarkað
svæði af landinu. Að minni hyggju
fer dómurinn þó ekki svo f jarri al-
mennum sanni,aðhann gefi ekki ríku-
legt tilefni til umhugsunar: Teldist
það staðreynd, að móðurmálskennslan
í barnaskólum landsins bæri víðast
hvar ekki haldkvæmari ávöxt en náð
varð með hinni stopulu og ótryggu
heimilakennslu áður, liggur í augum
upjri, að eitthvað brestur á um, að
kennsluaðferðin sé við liæfi barnanna.
Víst er um það, að íslenzk alþýðu-
heimili áður fyrr, jafnvel þau, sem
engan orðstír unnu sér þá, geymdu
ýmis andleg veiðmæti innan veggja,
sem ávöxtuðust frá kynslóð til kyn-
slciðar. I> jciðsögur, rímur, kvæði og frá-
sagnir voru þar engin kennsluatriði.
Engum var sett fyrir að læra þetta —
en fólk lærði samt meira og minna,
fjöldinn allur. Og þetta vakti ímynd-
unaraflið, forvitnina, spurnarhneigð-
ina, en allt það er undirstöðuskilyrði
þess, að menn geti veitt þekkingu og
fróðleik varanlega viðtöku og bætt við
af eigin ramleik. Bækur, einhverjar
bækur, voru þá mörgum manni sem
svaladrykkur, (og svo er því betur
enn), en þær voru svo torgætar, að
engin hætta var á, að menn drykkju í
sig leiða. I>etta var skóli fólksins, sem
þó enginn skóli var í venjulegri merk-
ingu, heldur óafvitandi þáttur í dag-
legu lífi.
Engunr skynbærum rnanni kernur
í hug, að horfið sé aftur til skipulags-
levsis eldri kynslóða um fræðslu barna
og ungmenna, þótt sýna mætti fram
á, að áranguripn standi ekki ávallt í
æskilegu hlutfalli við þá fyrirhöfn,
sem nú er þeim í té Iátin á þessu sviði
uppeldisins. Ei að síður er það lær-
dómsríkt, einkum fyrir skólamenn, að
íhuga, hvað það hefur verið í eigind-
um og aðferðum umkomulítilla al-
þýðuheimila fyrr á tíð, sem hefur
áorkað því, að fólkið, sem ólst upp við
hinn þrönga námskort þeirra, varð
fyllilega eins vel sendibréfsfært og
þeir, sem síðar hafa hlotið marg-
falt ríkulegri skilyrði til að verða það.
Talið er, að í Bandaríkjunum muni
nú vera um 600 þúsund ólæknandi
ofdrykkjumenn.