Heimili og skóli - 01.02.1946, Blaðsíða 14

Heimili og skóli - 01.02.1946, Blaðsíða 14
10 HEIMILI OG SKÖLI rækt við tilfinningalíf barna og ung- menna, reyna að beina tilfinningum þeirra í rétta átt og til hinna hollustu og hreinustu uppspretta. Og þá skyldu menn ekki gleyma því, hversu áríð- andi það er, að trúartilfinningin sé glædd og henni beint í áttina til hinn- ar æðstu uppsprettu, í áttina til guðs, því að það er vitanlega líka hægt að beina henni í allt aðra átt, til hinna verstu skurðgoða, eins og ljósast hefur komið fram á hinum síðustu tímum í einræðisríkjunum, þar sem trúað er á skepnuna í stað skaparans. Og sú mikla hætta vofir jafnan yfir, að þessi háleita og guðdómlega tilfinning sé slitin úr öllum tengslum við skynsem- ina og gerð að blindu ofstæki, þar sem samúðartilfinningin og siðgæðistil- finningin er troðin undir hæl. Það er því brýn uppeldisleg nauðsyn, að trú- artilfinning sé glædd í sterkum tengsl- um við siðgæðistilfinninguna. Takist það svo vel, að hvort tveggja njóti sín í samræmi við dómgreind og skyn- semi, er það hinn öruggasti vörður um siðgæði einstakra manna og heilla þjóða. „Viljinn skapar manninn“, segja sumir uppeldisfræðingar. Og víst er, að skammt er hægt að komast vilja- laust, því að jafnvel afbragðs gáfur og hæfileikar njóta sín ekki og verða til lítils, ef sterkan vilja vantar. Og þótt oft sé lítið tillit tekið til vilja barna og unglinga í ýmsum efnurn, þá vitum við þó, að allt ágæti þeirra er í raun og veru fólg.ð í viljaþrekinu. Þess vegna verður að sinna þessum merkilega þætti í uppeldinu. En það er oft erfitt að magna viljann, og getur hver stungið hendi í eigin barm um það. En eitt er jafnan víst, að á undan hverri vilja-athöfn fer tilEnningaalda, og að heitar tilfinningar eru jafnan skilyrði fyrir sterkum vilja. Því sterkari sem siðgæðistilfinningin er, því þrótt- meiri verður viljinn til að hafna öllu ljótu og röngu. Því vænna sem barn- inu þykir um foreldra sína eða kenn- ara, því öflugri verður vilji þess til að gera þeim til geðs. Þetta er alkunna. En þar ineð er þá líka auðsætt, að það er heimskulegt að „berja barn til bók- ar“, sem svo var kallað, og eigi síður hitt, hve geysilega þýðingu það hefur fyrir vilja og allt athafnalíf æskunnar, að lögð sé rækt við tilfinningalíf henn- ar. Því sé það rétt, að viljinn skapi manninn, svo sem hinir merkustu uppeldisfræðingar halda fram, og að tilfinningar þurfi að vekja viljann til lífs og athafna, þá hljótum vér að skilja til fulls, hvílíkur geysilegur orkugjafi heilbrigt tilfinningalíf er til eflingar mannlegum þroska og at- hafnaþrótti þjóða. (Framhald). Eining. Fyrir skömmu er út komið 1. hefti 4. ár- gangs Einingarinnar og flytur að vanda margar ágætar greinar. Fyrir fjórum árum var stofnað til útgáfu þessa blaðs af Stór- stúku Islands, Iþróttasambandi Islands, Ungmennafélögum Islands og Sambandi bindindisfélaga í skólum. Blað þetta hefur aflað sér mikilla vinsælda, enda er það boð- beri menningarinnar á öllum sviðum. Ræðir það jöfnum höndum bindindismál, íþrótta- mál, heilbrigðismál, trúmál og siðgæðismál alls konar. Ritstjóri er Pétur Sigurðsson er- indreki, og hefur honum með sínum alkunna eldmóði og áhuga tekizt að gera Eininguna að góðu blaði.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.