Heimili og skóli - 01.02.1946, Blaðsíða 19

Heimili og skóli - 01.02.1946, Blaðsíða 19
HEIMILI OG SKÓLl 15 JÓN GAUTI PÉTURSSON: »Mönnunum miðar....« Fátt, eða jafnvel ekkert, í þjóðlífi íslendinga á 19. öld, mun hafa vakið jafn óskipta athygli útlendra mennta- manna, sem hér ferðuðust þá, eins og bókleg menncng óbreyttrar alþýðu. Yfirleitt mun þeim hafa verið kunn- ugt um, að barnaskólar voru þá hvergi í landinu, nema í nokkrum hinum stærri kaupstöðum, er á leið öldina, og að fram á síðustu áratugi liennar var latínuskólinn, sent þá var jafnan mjög fámennur, eini skólinn í land- inu fyrir þá, sem komnir voru af barnsaldri. Þegar frá er skilið barnaskólahald í 3—4 kaupstöðum, sem fyrr getur, hvíldi fræðsla barna á heimilum þeirra, með aðhaldi og eft- irliti sóknarpresta og íhlutun sveita- stjórna, ef stórlega var vanrækt. Það ákvæði var þó ekki í lög tekið fyrr en 1880, en lög um almenna skólaskyldu barna tóku ekki gildi fyrr en 1907. Það er því auðsætt, að alla 19. öldina, og lengur þó, var uppfræðslan í undir- leggja fyrir þau réttritunarpróf, þar sem fyrir koma flest atriði hinna lielztu stafsetningarreglna. Hér eru birt tvö sýnishorn slíkra prófa, og væri æskilegt, að lesendur létu álit sitt í ljós um það, hvort þeir æsktu eftir fleiri slíkurn verkefnum, eða úr öðr- um námsgreinum. Einkunnagjöf fyr- ir verkefni þessi byggist á sama eink- unnastiga og notaður var við síðasta landspróf. H. J. M. stöðuatriðum allrar bóklegrar menn- ingar (þ. e.: í lestri og skrift) heimilis- starf á hverjum stað. Eftirlit presta með framkvæmd þessari mun vafa- laust hafa verið misjafnlega rækt og heppnað. Hafa þeir einungis orðið að beita fortölum, þar sem vanræksla átti sér stað, því að ekki var það fyrr en seint á öldinni, sem lagaheimild kom fyrir því að taka börn burtu af heimil- um til náms, ef kennsla var vanrækt heirna fyrir, og þá algerlega á kostnað foreldranna, nema sveitarþurfar ættu í hlut. Hefur vafalaust verið skirrzt við í lengstu lög að beita slíku við fá- tækt fé)lk. Hitt er að sönnu víst, að oft voru slík börn tekin í gustukaskyni á önnur heimili um stuttan tíma, (2—4 vikur mest) t;l að kenna þeim að „draga til stafs“, eins og það er orðað í ýmsum gömlum æviminningum. Er þess þá jafnan minnst, að hve góðu haldi þessi byrjun hafi komið. Lestrar- kennslan mun síður liafa verið eins vanrækt á heimilunum, og þau því oftast látin um hana, jafnvel þótt í lé- legra lagi væri. Þegar á þessar almennu ástæður er litið, einkum í sveitum landsins, má það merkilegt teljast, að þjóðin skyldi geta orðið ,,læs og skrlfandi“ með þessum aðbúnaði. Verður þó að telja, að í þjónustubókum presta frá 19. öld séu sæmilegar sannanir fyrir, að svo hafi verið, þótt vitanlega sé þar und- anskilið vitgrannt fólk og einstök vandræðabörn. Að sjálfsögðu hefur þó

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.