Heimili og skóli - 01.02.1946, Blaðsíða 10

Heimili og skóli - 01.02.1946, Blaðsíða 10
6 HEIMILI OG SKÓLI Egill er einn af þeim mönnum, sem aldrei vill sjá annað en það bezta í hverju barni og hverri mannssál. Á þá strengi slær liann líka alltaf í öllu sínu kennslustarfi og upp sker þar þá eins Og hann sáir, og ótrúlegt þykir mér, að nokkur nemandi kveðji Egil (iðru- vísi en með þakklátum og hlýjum hug. Þetta er hin mikla auðlegð hans, þótt innstæða í banka haf ' jafnan ver- ið lílil. Það er notalegt að koma inn í kennslustund til Egils. Þar er alltaf hlýtt, og þannig er það, hvar sem Egill fer. Honum fylgir hlýja og kyrrlát gláðværð, og þótt Egill sé í eðli sínu alvörumaður, á hann þó alltaf til gamanyrði, hvar sem maður mætir honum, og lætur hann þá oft fjúka í hendlngum. Einu sinni sem oftar áttum við tal saman um börn, og komst Egill þá að orði eitthvað á þessa leið: „Aldréi hef ég komizt í persónuleg kynni við biirn, sem með réttu væri hægt. að kalla slæm börn, og jrví síður vandræðabörn. Aldrei haft í bekk það barn, sem ekká hefur verið margfalt ríkara af kostum en göllunt og aldrei verið samvistum við nokkurt barn, sem mér hefur ekki þótt innilega vænt um og saknað sárlega að slíta samvist- um við, jrótt ekki hafi þær samvistir verið lengri en einn mánaðartími. Mörg eru jrau barnsaugu, sem ég hef horft í og séð ljóma af svo mikilli sálarfegurð, sakleysi og hreinleik, að mér hefur fundizt ég ekki geta um- gengist börnin, sem áttu þessi fögru augu, með þeirri varúð og umhyggju, sem þaim væri samboðin. Mér hefur blátt áfram sagt fundizt, að ég mundi setja óhrein fingraför á þeirra hvítu og hreinu óskrifuðu blöð.“ Já, sælir eru hógværir, því að þeir munu landið erfa. En stundum hefur mér fundizt hógværð Egils ganga of langt. Ekki jx') í samskiptum við aðra, heldur í matinu á sjálfum sér. Ég harma það til dærnis, hve lítið Egill hefur skrifað. Harín hefur að vísu skrifað nokkrar barnabækur til notk- unar við lestrarkennslu og nokkrar blaðagreinar,en hannhefðigetaðorðið ágætur barnabókahöfundur, svo lagið sern honum er að tala við börn og svo næman skilning, sem hann hefur á sálarlífi þeirra. F.n ef til vill á hann þetta eftir, því að Egill er enn ungur í anda, jrótt æviárin séu orðin þetta mörg. Það verða víst engar bumbur barð- ar, þegar Egill stígur yfir þennan þröskuld ævi sinnar, enda myndi slíkt ekki vera honum að skapi, en ég er illa svikinn, ef hann finnur ekki hlýja strauma leika um sig þennan dag. Til þeirra hefur hann unnið, og þegar allt kemur til alls, er slík hugarhlýja frá samferðamönnunum ein hin konung- legasta gjöf lífsins, þegar degi tekur að halla. Það er sjóður, sem mölur og ryð fær ekki grandað. Menntamál. Fyrir skömmu er út komið 7. hefti Menntamála og flytur meðal annars þessar greinar: Elías Bjamason yfirkennari lætur af starfi, eftir Marteins M. Skaftfells, Skóla- mál sveita og kauptúna, eftir Þórleif Bjarnason námsstjóra, Bókarfregnir, Fréttir og félagsmál o. fl. Þetta er síðasta hefti 18. árgangs, og mun enn vera hægt að fá ritið frá byrjun hjá afgreiðslunni: Pósthólf 616 Reykjavík.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.