Heimili og skóli - 01.02.1946, Blaðsíða 26
HEIMILI OG SKÖLI
22
LEIFTURBÆKUR
LÝÐ VELDISHÁ TÍÐIN
hefir vakið meiri eftirtekt en dæmi eru til um nokkra aðara bók hér á landi.
Enda er þessi bók einsdæmi í bókmenntum þjóðanna. Engin önnur þjóð í heim-
inum mun eiga hliðstæða bók um stofnun fullveldis síns. — Líðveldishátiðin á
að vera til á hverju einasta íslenzku heimili og hún á að verða fyrsta og sjálf-
sagðasta bókin (næst eftir heilagri Ritningu) á hverju nýju heimili, sem stofnað
verður á íslandi héðan í frá. Og ekki nög með það — þessi bók á að vera hclgi-
gripur á heimilinu og ganga að erfðum frá föður til sonar eða móður til dóttur
um ókomnar aldir.
SÓL ER Á MORGUN
Kvæðasafn frá átjándu öld og fyrri hluta nítjándu aldar. Snorri Hjartarson setti
saman. Þessir höfundar eiga kvæði í bókinni: Páll Vídalín, Arni Magnússon, Bene-
dikt Jónsson í Bjarnarnesi, Jón Vídalín, Þormóður Eiríksson, Þorlákur Guðbrands-
son, Jón Sigurðsson Dalaskáld, Sigríður Hallgrímsdóttir, Snorri Björnsson, Hall-
varður Hallsson, Þorlákur Þórarinsson, Arni Böðvarsson, Gunnar Pálsson, Björg
Einarsdóttir á Látrum, Hallgrímur Eldjárnsson, Björn Halldórsson, Eggert Olafs-
son, Jón Steingrimsson, Arni Þorkelsson, Kolbeinn Þorsteinsson, Magnús Einarsson
á Tjörn, Jón Þorláksson, Sæmundur Hólm, Pétur Pétursson, Sigurður Pétursson,
Benedikt Gröndal, Magnús Magnússon, Davíð Jónsson, Árni Helgason, Hannes
Bjarnason, Finnur Magnússon, Hallgrímur Scheving, Björn Gunnlaugsson, Svein-
björn Egilsson o. m. fl. — Ljóðaúrval þetta bætir úr brýnni þörf, þar sem yerk
ofangreindra höfunda eru ýmist óprentuð eða ljóðabækur þeirra löngu horfnar af
bókamarkaði og ekki til annars staðar en í beztu bókasöfnum.
HEIMS UM BÓL
Saga lagsins og ljóðsins, sem allir kunna og sungið er á hverjum jólum um allan
kristinn heim. Þetta er óvenjulega hugðnæm og falleg bók, sem verður keypt á
hverju heimili. — Freysteinn Gunnarsson þýddi bókina.
HEIMA. — í koti karls og kóngs ranni
Steingrímur Arason þýddi. Þessi bók er einhver albezta barnabók, sem gefin hefir
verið út á íslenzku, bæði fróðleg, skemmtileg og falleg. Nafn þýðandans getur
verið hverjum manni full sönnun fyrir ágæti bókarinnar.
BARNABÆKUR LEIFTURS
eru löngu viðurkenndar sem beztu barnabœkurnar:
Ámi eftir Björnstjerne Björnson, Bakkabræður, Búkolla, Búri bragðarefur, Dísa
ljósálfur, Dæmisögur Esóps, Fuglinn fljúgandi, Grimms ævintýri, Hans og Gréta,
Hlini kóngsson, Hrói Höttur, Leggur og skel, Mjallhvit, Mikki Mús, Nasreddin,
Rauðhetta, Tarsan og eldar Þórsborgar, Tarsan sterki, Tumi þumall, Þrír bangsar,
Þymirós, Öskubuska. H.E. LEIFTUR